Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1946, Síða 6

Skinfaxi - 01.04.1946, Síða 6
G SKINFAXI drætti“, eins og þeir komust að orði í útskýringu hinna fjæstu laga sinna. Þeim tókst nokkuð að vekja starf- andi ættjaðarrást, en flokkadrættirnir hafa magnazt. Og því miður er nú mikið reynt af stjórnmálaflokkum landsins að vekja flokkstrú æskumanna, og nú virðisl bera meira á flokksást en ættjarðarást, en lítt hirt um að sannleikurinn og réttlætið skipi öndvegi. En þólt ungmennafélögin á þessu 40 ára aldursskeiði sínu í sumu liafi beðið ósigur, þá liafa þau samt unnið marga sigra. „En sefur logn að boða baki“. Ósigur þarf ekki að vera ævarandi. Ósigrar ungmennafélag- anna eiga að magna þau til nýrrar sóknar. Nú er ekki síður þörf á vakningu æskulýðsins en 1906. Og þegar ég nú, einn þessara fyrstu ungmennafélaga, hugsa um þessi mál, þá finnst mér, að eg myndi feginn vilja kasla ellibelgnum, og þá fyrst og fremst til þess að geta tekið þátt í nýrri þjóðlegri menningarsókn. íslandi og íslendingum er það nú lifsnauðsyn, að æska lands- ins kveiki hugsjónaeld í brjóstum sínum; Imgsjónaeid, sem logi enn betur en lmgsjónaeldur sá logaði, er hin- ir fyrstu ungmennafélagar kveiktu. íslenzk æska þarf að eíla guðsneistann i hrjósti sér, til þess að berjast á móti alls konar spilltri tízku. Hún þarf að berjast gegn vindrykkjuósómanum, hún þarf að temja sér heiðar- leík í viðskiptum, sannsögli og drengskap í orðum og athöfnum. Hún þarf að vekja fornar dyggðir, svo sem iðujsemi og hófsemi í meðfcrð fjármuna. En um fram alla muni þarf hún að temja sér að vera sjálfstæð i hugsun og þar með forðast múghugsun þá, sem sýn- ist vera hættulegur faraldur bæði liér á landi og viða annars staðar. Þessi faraldur hcfir oft áður valdið rnannkyninu óhælanlegu tjóni og gerir enn. Múghugs- unin er nú aðalhjálparlyf flokkstrúarbragðanna eins og hún var áður trúarbragðaofsókna og galdrabrennu- æðis. Eg þori að fullyrða, að flokkstrú og múghugsun sviflir marga nútíma íslendinga andlegu frelsi sínu.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.