Skinfaxi - 01.04.1946, Blaðsíða 29
SIvINFAXI
29
Þó a'ð Verkalýðsflokkurinn hafi miklu viðtækari
bjóðnýtingaráform á stefnuskrá sinni, og þótt hann
Jiafi mikinn meirihluta að baki, er vald hans til laga-
setninga skert með stjórnarskrá þeirri, sem sett var, er
einstöku fylki gengu til samkomulags um mið-
stjórn. í stjórnarskránni er skýrt ákveðið, hvaða lög
þingið getur sett, og hvaða vald er heima fyrir hjá fylkj-
unum.
Stjórnarskránni verður því aðeins breytt, að meiri
'duti allra kjósenda fáist með breytingarfrumvarpinu,og
auk þcss verður meiri hluti fylkjanna að samþykkja
það. Árið 1944 ákvað stjórnin að láta fara fram at-
kvæðagreiðslu um fjórtán viðbótaratriði, sem ykju
vald landsstjórnarinnar (miðstjórn fylkjanna). Öll
þessi atriði skyldu miða að skipulagningu viðreisnar-
innar eftir stríðið, eftirliti með vinnumarkaðinum og
sölu ýmissa vörutegunda. Þetta var fellt af fjórum
fylkj urn af sex og litlum meirihluta atkvæða. Vegna
ákvörðunar hæstaréttarins i máli flugvélafélaganna
gegn ríkisstjórninni, út af þjóðnýtingu flugsamgangn-
anna, má gera ráð fyrir nýrri þjóðaratlcvæðagreiðslu
nni aukin réttindi stjórnarinnar innan skamms. Engu
verður spáð um úrslit atkvæðagreiðslunnar, en ef atrið-
inu um ihlutun um vinnuafl verður kippt burtu, er
líklegt, að stjórnin fái meira fylgi en við fyrri atkvæða-
greiðslu.
Ástralía getur horft fram á alveg einstaklega góða
fjárhagslega afkomu næstu tíu árin, að dómi banka-
stjóra Landbúnaðarbankans í Nýja Suður-Wales. Er
þetta að þakka sterkri og affarasælli fjármálastjórn á
striðsárunum. Dýrtíðinni var haldið nokkurn veginn í
skefjum, vöruverðið hækkaði aðeins um 22.9 af hundr-
aði.
Ástralía hefur nú orðið tveim ldutverkum að gegna
i iðnaðinum, að framleiða fyrir landið sjálft og einnig
til útflutnings. Þessi gífurlega breyting lilýtur að hafa