Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1958, Page 7

Skinfaxi - 01.11.1958, Page 7
SKINFAXI 103 ingu til að liafa á þau heillavænleg áhrif, og nijög oft leiðast hin börnin út í vill- una sakir félagsskapar við þau, sem njóta ekki handleiðslu áhyrgra foreldra. Loks má svo minna á það, að mikill þorri þeirra slysa, sem árlega hefur í för með sér ýmist heilsu- eða líftjón fjöl- margra einstaklinga og eignatjón upp á hundruð þúsunda, verður af völdum áfeng- isnautnar. Ábyrgð ungmennafélaganna. Ef einn eða fleiri menn, sem hafa farið út á sjó eða upp á öræfi, koma ekki aftur á eðlilegum tíma, er að sjálfsögðu liafin mikil hjálparstarfsemi. Skip, flugvélar og hjálparsveitir halda af stað og ekkert til sparað. En livað er gert til þess að koma i veg fyrir öll þau slys, allt það hamingju- og heilsutjón, sem áfengið veldur, allt það vinnutap, alla þá skaðlegu f járeyðslu, sem áfengisnautnin hefur í för með sér? Það er sannarlega liverfandi lítið. En mundi mega við svo búið standa? Eg hvgg, að hver einasti ungmennafélagi, sem liugsar sig alvarlega um, muni svara neitandi, og það jafnvel þeir, sem þegar hafa tek- ið að neyta áfengis. I ungmennafélögunum munu nú vera um fimmtán þúsund manns, hlutfallslega langflest úr sveitum landsins. Það er auð- sætt, að þessi stóri hópur gæti orðið geysi- lega áhrifaríkur, ef hann gerði sér ljósa grein fyrir valdi sínu og áhyrgð. Hann getur skapað nýtt almenningsálit á vett- vangi áfengismálanna. En það verður ekki gerl nema með því, að þar komi til hæði hver félagsheild og einstaklingarnir. Fé- lagsheildin verður að gera áfengið útlægt af öllum þeim samkomum, sem hún stend- Stjórn Ungmennafélags Islands fagnar á- kvörðun ríkisstjórnarinnar um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar og treystir þvi, að engir samningar verði gerðir við önnur ríki, sem skert gætu umráðarétt Islendinga yfir tólf mílna landhelginni. Jafnframt lýsir stjórnin megnri andúð sinni á ofbeldi og yfirgangi brezkra herskipa, en þakkar starfsmönnum landhelgisgæzlunnar ein- beitta og drengilega framgöngu. ur að, beint eða óheint, því að svo bezt getur hún starfað, hvort sem starfið hein- ist að fræðslu, íþróttum eða slcemmtun, og þá er liún liefur sett sér þetta og slær þar aldrei af, hver eða hverjir sem eiga í hlut, mun það liafa viðtæk áhrif á um- hverfið. Þá eru það einstaklingarnir, og er þar fyrst að víkja að forystumönnun- um. Þeir verða undantekningarlaust að vera sér þess meðvitandi, að þarna hvílir á þeint mikilvæg ábyrgð og skvlda. Um þá má enginn geta sagt, að þeir séu þarna veikir á svellinu, því að livernig standa þeir ella að vígi um vörzlu félagsheild- arinnar? En ekki aðeins þeir, heldur og hver einstakur félagi, verður að yfirvega, hvert er markmið félaganna, hver skylda hvilir á honum gagnvart sjálfum sér, að- standendum sínum, félagi sínu, þjóð sinni. Mörguni er það mótstæð tilliugsun, að þeir geti ekki haft um liönd áfengi í liófi. Þeim finnsl, að með því að vera alger-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.