Skinfaxi - 01.11.1958, Qupperneq 8
104
SKINFAXI
ir bindindismenn, gefi þeir út eins konar
yfirlýsingu um, að þeir treysti sér ekki
til að standa gegn öfgakröfum Bakkusar.
Þarna ber sittlivað að taka til rækilegrar
athugunar. 1 fyrsta lagi, bvort ekki sé
forsvaranlegt, að ungur maður neiti sér
um áfengi vegna allra þeirra mörgu, sem
ekki reynast færir um að liafa það um
hönd án vansa og tjóns á fjármunum,
heilsu og hamingju. I öðru lagi, hvort
það sé ekki verjandi afstaða að neyta
ekki víns vegna bróður, frænda eða vinar,
sem kynni að vera eða verða veikur fyrir
áfengi — eða sakir hugsjónar, sem er
manni kær, svo að ekki sé glevnit fram-
tíðarheill þjóðarinnar. Og svo liver
getur verið viss um sjálfan sig, þar sem
Bakkus er annars vegar? Menn hafa sagt,
að þeir, sem eyðileggja hamingju sína og
heilsu á drykkjuskap, væru slikar van-
metakindur að eðli og upplagi, að ef þeir
hefðu ekki farið i liundana á vegum Bakk-
usar, liefðu þeir týnt gæfu sinni á ein-
hvern annan hátt. Ég, sem þetta skrifa,
hef rannsakað allnákvæmlega réttmæti
þessara raka, og þau liafa reynzt með
öllu haldlaus. Ég hef þekkt fjölmarga
menn, sem hafa verið hinar ágætustu horg-
arar áður en þeir tóku að neyta vins, en
urðu á stuttum tíma ofurseldir Bakkusi,
þá er þeir höfðu rétt honum litla fing-
urinn, og ég hef þekkt menn, sem ungir
hafa lent í drykkjuskap, en orðið nýtir
og dugandi þjóðfélagsþegnar, strax og þeir
Iiafa sloppið undan seiðmagni áfengisins.
Ég hvgg, að alls elcki verði sagt fyrir
fram, liver sé þar í hættu og hver ekld.
Þess vegna mundi að minsta kosti vera
fyllilega mannsæmandi sú afstaða, að
neyta alls ekki víns. Og slílc afstaða sem
allra flestra einstaklinga innan ungmenna-
félagssamtakanna mundi vekja á þeim
smátt og smátt almenna virðingu og veita
þeim áhrifavald langt út fyrir vettvang
starfsemi þeirra. Hún mundi og á fáum
árum reynast traustur hornsteinn nýs og
heilhrigðs almenningsálits og valda gjör-
hreytingu á sviði áfengismálanna með
þjóðinni allri.
Mokkur merkisár í sögu áfengis-
málanna á Islandi
1. 1733: Jón Árnason hiskup gengst fyr-
ir hænaskrá til konungs um áfengis-
bann.
2. 1760: Magnús Gíslason amtmaður fer
fram á takmörkun á innflutningi á-
fengis.
3. 1844: Stofnað hindindisfélag Islend-
inga í Kaupmannahöfn.
!. 1884: Stofnuð góðtemplarastúka á
Akureyri.
5. 1888: Gefin út lög um hann við smá-
sölu áfengis við búðarborð og um
lieimild fyrir sveita- og héraðabönn-
um gegn vínveitingum.
6. 1900: Gengu i gildi lög um héraða-
bönn gegn allri sölu áfengis, og enn-
fremur landsbann gegn tilbúningi
allra áfengra drykkja.
7. 1908: Samþykkt aðflutningsbann á
áfengi við þjóðaratkvæðagreiðslu.
8. 1915: Algert bann gegn sölu áfengis.
9. 1923: Veitt leyfi til innflutnings á
léttum vínum.
10. 1935: Algert afnám áfengishanns.
11. 1954: Stofnað áfengisvarnaráð.
12. 1955: Stofnað Landssamhand gegn
áfengisbölinu.