Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 azt nokkuð liagur manna allalmennt og flestir séð bjarma fyrir betri tímum. Og þá kemur það að nokkru af sjálfu sér, að margir taka að fóðra betur kýr og fé og brúkunarhesta, en stóðið varð að sjá um sig sjálft. Og sú skoðun bélzt enn við bjá fjölda bænda, að farsælast væri rð spara hey sin sem mest og láta sum- arhagana bafa fyrir að koma merg í bein búsmalans, fitu í vöðvadældir og mör í teygðan kvið. Og enn var viða lítt hirt um hunda og ketti, kettirnir ekki of góðir lil að veiða sér mýs og fugla til matar og „fleygt“ í hunda þvi, sem raunar eng- inn matur var. Og fæstir munu hafa séð sér skylt að fara vel með dýrin af mann- úðar- og siðferðisástæðum. Er og auðsætt á skáldskap og öðrum skrifum, ]ægar haf- in er baráttan fyrir dýravernd, að víða hefur verið pottur brotinn um skynsam- lega meðfcrð á dýrum, svo að ekki sé nefnd mannúð. Árið 1875 er það svo, að Tryggvi Gunn- arsson sendir út um byggðir landsins ný- stárlegt rit, sem hann nefndi Býravininn. Ilann skrifaði formála ]>essa rits í Kaup- mannahöfn 25. dag marzmánaðar 1875, og er sá dagur réttnefndur afmælisdagur íslenzkrar dýraverndar og raunar heill- ar siðlxitarhcrferðar, sem Tryggvi var í án afláts i þrjátíu ár — eða þangað til síðasta og sextánda liefti Dýravinarins kom út árið 1916 -— eða einu ári áður en Tryggvi Gunnarsson lézt. Fyrsta lieft- ið var að nokkru gcfið út fyrir tilstuðl- an samtaka nokkurra danskra liefðar- kvenna, sem liöfðu gerzt forgöngumenn dýraverndar í Danmörku, með útgáfu rita, ritlinga og smáblaða, sem stefndu að vakningu um dýravernd. Strax í fyrsta for- málanum, sem Tryggvi skrifaði fyrir Dýra- vininum, koma fram þau sjónarmið, sem hann síðan kappkostaði að innræta þjóð- inni. Þar var þá fyrst og fremst það sið- ræna. Menn skvldu liafa ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart lítilmagnanum, málleysingj- unum, sem voru raunar fengnir mönnum í hendur til lífsbjargar, lífsaðstoðar og ánægju — og voru gersamlega upp á misk- unn þeirra komnir. Menn skyldu og liera virðingu fyrir undri lífsins, hvort sem það birtist bjá dýri eða manni, og loks væri það mönnum hagrænt alriði að fara sem bezt með skepnur sínar, fóðra þær vel og gæta þess vandlega, að þær liorféllu ekki. Þetta væri beinlínis höfuðskilyrði fyrir vexti og velfarnaði íslenzks landbúnaðar, sem þá var í stórum ríkari mæli en nú meginstólpi þjóðai'liags Islendinga. Fyrsta hefti Dýravinarins flutti einungis þýtt efni, en Tryggvi hafði fyrirhyggju um að afla sér stuðnings hinna bezt rit- færu manna með íslenzku þjóðinni, skorti ekki elju, ekki vinsældir, ekki áhrifavald til að afla sínu nýstárlega hjartansmáli baráttuliðs undir glæsifánum mannúðar, siðgæðis og þjóðargæfu, og þar sem var Þjóðvinafélagið, liafði hann tilvalið tæki til útgáfu og dreifingar ritsins. Fyrstan fékk hann undir merki sitt af snillingum og skörungum þjóðarinuar Grím skáld Thomsen, sem annars þólti stundum all- kaldrifjaður. Grímur var mikill dýravin- ur, en hafði þó mest dálæti á hundum og liestum. Og hin skemmtilega ritgerð Gríms í öðru hefti Dýravinarins heitir Hestar og liundar. Þar segir hann meðal annars: „Ég þykist þess fullviss, að hestar og hundar séu sérlega fengnir manninum í hendur bæði til gagns og gamans. Er það

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.