Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI Mér þykir við eiga að geta liér félags- starfsemi þeirrar, sem átti sér stað í hreppnum fyrir og um aldamótin, sem telja má grundvöll þann, er U.M.F.M. hj7ggðist á. Á safnaðarfundi að Mýrum árið 1892 livatti sóknarpresturinn, síra Þórður Ólafs- son, hreppshúa til að koma á fót hind- indisfélagi. Fundurinn gerði góðan róm að máli hans, og var kosin fimm manna nefnd til að hrinda málinu áleiðis. Kosn- ingu lilut: Síra Þórður Öiafsson, Friðrik Bjarnason, Mýrum, Benedikt Oddsson, Hjarðardal, og Kristinn Guðlaugsson, sið- ar á Núpi. Á fundi, sem lialdinn var að Mýrum 22. okt. sama ár, lagði nefndin fram frum- varp til laga fyrir Bindindisfélag Mýra- hrepps í 20 greinum, og var það sam- þykkt í einu hljóði, og þar með var stofn- að Bindindisfélag Mýrahrepps. 1 félagið gengu á fundinum, auk áður- greindra nefndarmanna: Kristján Odds- son, Ingigeir Bjarnason, Oddur Guðmunds- son, Guðný Guðmundsdóttir, Þorvaldur Sveinsson og Guðm. B. Guðmundsson. Stjórn þessa nýstofnaða félags skipuðu: Formaður Kristinn Guðlaugsson og með- stjórnendur séra Þórður Ölafsson og Krist- ján Oddsson. Seinna gengu í félagið: Ingi- björg Guðmundsdóttir, Ólína S. Bjarna- dóttir, Einar Gíslason, Jón Matthíasson, Ágúst Guðmundsson, Ólafur Þorsteinsson, Gísli Kristjánsson, Bjarni Pétursson, Árni Pálmason, Guðmunda M. Jónsdóttir og Nat- hanael Mósesson. Nokkru seinna bættust við: Oddur Kristjánsson, Gísli Gilsson, Guðm. Jónsson húfr. i Haukadal, Sig Sig- urðsson, Hálcon F. Iiákonarson, Jón Krist- jánsson, María Bjarnadóttir, Jónas Egils- son, Magnús Guðmundsson og Sig. Sigurðs- son. Ýmis verkefni voru rædd á fundum fé- lagsins, meðal annars stofnun lestrarfélags í hreppnum. Félag þetta mun svo Iiafa hætt störfum eða lognazt út af um áramótin 1891- -’95. Svo er að sjá af gerðabók félagsins, að róðurinn hafi verið nokkuð þungur, enda var þá ærin brennivínsöld, og vinsala mikil við húðarhorð á Þingeyri. Félagsáliugi var þó allmikill, bæði í bindindismálum og öðrum menningarmálum. Mun þarna að finna fyrstu drög að Lestrarfélagi Mýra- hrepps, en lög þess voru samþykkt á fundi að Mýrum 15. des. 1892. Svo fellur félagsstarfsemin niður um 6 ára tímabil. Árið 1901, á Þorláksmessu, er 20 manns úr Mýrahreppi mætt i Framnesi i þeim lilgangi að ræða hindindismál og stofna bindindisfélag. Komu þar fram þéssir sjálf- boðaliðar, þar af nokkrir nýliðar: Séra Þórður Ólafsson, Kr. Guðlaugsson, Jóhann Magnússon, Guðm. Franklín, Guðm. Guð- mundsson, Björn Guðmundsson, Gísli Hjálmarsson, Jón Jónsson, Guðm. Jósefs- son og Bjarni Sigurðsson. Ekki líður svo lengra en til 19. jan. 1902, að stofnfundur er haldinn í Framnesi og það hindindisfélag stofnað, er síðar breytt- ist í Ungmennafélag Mýrahrepps og stúk- una Gyðu á Núpi. Félag þetta verður brált fjölmennt og fjörmikið. Flest ungt fólk sveitarinnar gei’- ist þátttakendur og 'lætur mikið til sín taka, og margir hinna fullorðnu leggja gotl lið. Um næstu áramót voru félags- menn orðnir 40 lalsins. Síðari bókanir bera með sér, að félagatalan hefur nálgazl 80,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.