Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 23
SKINFAXI 23 4. En þeir, sem veita honum eftirför, nema staðar við vörðuna og snúa síðan við. Þeir mega ekki elta dýr yfir landamærin, — það taka Sviarnir þeim ekki vel upp. Og svo er víst enginn hægðarleikur að ná hon- um, þessum náunga. Honum virðist ekki mikið mein að skotsárinu, sem liann fékk, enda mun það ekki liafa verið nema skráma, því að engan iilóðferil hafa þeir fundið. Á heimleiðinni finna þeir Miklabæjar- menn kýrskrokkana. Vaskur vísar þeim á þá. Ójá, kýrnar þær arna hafa ekki þnrft að dragast áfram særðar. Þeim hef- ur dugað eilt högg bjarnarhrammsins. Og þarna liggja þær uppblásnar. Björninn lief- ur lireint elcki átt undir að vitja þessarar miklu mötu, og rebbi, liann hefur ekki þorað enn að snerta þennan geipi- iega kjötforða, sem hjörninn liefur merkt sér í bili með lykt sinni. Aðeins krummi hefur komið á vettvang og tekið að gæða sér á augunum, - þarna sitja þrír hrafn- ar á sama steininum, lioppa og baða vængj- unnm og krunka með goriiljóð í nefi .... En í rjóðrinu hefur auðsjáanlega verið liáð liörð orrusta. Jörðin er svört og gróð- urlaus á allstóru, hringmynduðu svæði. Hann hefur máski átt líf sitt að verja, hjörninn — kannski cr liann tiltölulega meinlaus einfari, sem rekizt hefur af lil- viljun á nautgripahópinn og svo allt í einu orðið fyrir heiftarlegri árás? .... Færi betur, að svo væri. Þá mundi hann láta sér móttökurnar að kenningu verða..... Og krummagreyin — þeir gátu ekki gert neitt verulegl af sér, þangað til komið væri með klyfjahestana og skrokkarnir flegnir og hlutaðir í sundur til flutnings. .... Úlfur og jarfi? Nei, ekki úlfurinn, — hann mundi Jialda sig norðar og ausl- ar um þetta leyti árs, — en jarfinn kynni að .... Þeir urðu að flýta sér. Þeir Miklabæjarmenn líta um öxl, horfa síðan á rakkann, sem nasað hefur af linakka bjöllukýrinnar og fitjar nú urr- andi upp á trýnið. IIo, ho, — verkar á hann bjarndýrsþefurinn! Efribæjarhónd- inn brosir, en segir síðan alvarlega: „Jæja, þá er að fara í selið og síðan heim!“ ★ Áhugasamur oddviti. Kvenfélag i sveit einni fámennri skrif- aði sveitarstjórninni og sagði frá því, að ljósmóðirin væri að flytja á hrott úr hreppnum, þar eð barnsfæðingar væru svo fáar, að liún hcfði alll of litlar tekjur, — og eins og sveitarstjórniíini væri kunnugt, væru ljósmæðralaunin mesta auvirði. Skoraði kvenfélagið eindregið á hrepps- nefndina að bæta upp launin með nokk- urri fjárupphæð. Oddvitinn, sem var gætinn fjármála- maður, flutti ræðu um erindið og var and- stæður framlagi úr sveitarsjóði. Ilins veg- ar væri vel til fallið, sagði hann, að bænd- ur tækju sig saman um það með kven- fólkinu að bæta liag Ijósmóðurinnar. IJann endaði ræðu sína á þessa leið: „Ég veit, að það er aldrei nema satt, að hér fæðist fá börn, en ég skal lofa því fyrir mitt leyti, að fara bæ frá bæ í allri sveitinni — og auðvilað byrja heima og gera hvað ég get til að skapa ljós- móðurinni okkar viðunandi lifskjör." Hinir lireppsnefndarmennirnir kusu heldur uppbót úr sveilarsjóði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.