Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI Friðriksson var ritari meðan aldur entist. Síðan tók Bjarni ívarsson við því starfi og hafði það þar til hann fluttist burt. Þá tók Jóh. Davíðsson við og liafði það starf lengi með höndum. Fjárgæzla mun ekki hafa farið um fleiri hendur en fjög- urra, auk Torfa, sem var féhirðir þar til liann fluttist burt. Hinir voru Guðm. Fraklín Guðmundsson, Ingimar Jóhannes- son og Kristján Davíðsson. Hér mun ég nú, í sem fæstum orðum, nefna þær framkvæmdir, er félagið hefur haft með höndum. Bókasafn lireppsins iók félagið og starf- rækti, kom t. d. upp skápum handa því. Félagið iiófst lianda um vegagerð í hreppnum. Árið 1915 er samþykktur vega- vinnubálkur, þar sem ákveðnir eru tveir dagar á hverju liausti til vegabóta. í laga- bálki þessum stcndur, að jafnframt vinn- unni skuli fram fara ræðuhöld, söngur, líkamsæfingar, sund og sjóböð. Þessir vegavinnudagar voru afburðaánægjulegir. Þarna unnu oftast 20—30 karlar og konur, og oft komu utanfélagsmenn og lögðu lið. Á Garðsleitinu var notaður plógur með liestum fyrir til að velta melnum inn í veginn. Sjúkrasjóður var stofnaður 1916 með kr. 76.66, en eftir 25 ár var hann orðinn hálft fjórða þúsund af 14 árgjaldanna og einhverjum gjöfum. Árið 1921 sá ég spunavél á sj'ningu í Beykjavík. Kynnti ég inér notkun henn- ar, og svo var spunavél keypt og notuð hvern vetur. Prjónavélar voru líka eitt- iivað í notkun á vegum félagsins. Gróðrarreit í Garðslilíðinni girti félagið og gróðursetti þar mörg þúsund plöntur. Hafa þær dafnað sæmilega. Svo hefur fé- lagið ált aðalþátt í 10 ha. gróðurreitsgirð- ingu í Botni, en þar er lítil nýrækt, enn sem komið er. Starfsemi félagsins út á við verð ég að geta með noklcrum orðum. Myndun IJér- aðssambands U.M.F.V. verð ég að telja með öflugustu lifsmörkum félagsins. Þrjú félög eiga þar sameiginlega upptökin, Vor- blóm á Ingjaldssandi, Umf. Önfirðinga og Umf. Mýrahrepps. Fundur að Þorfinns- stöðum i Valþjófsdal var uppliaf stofnun- ar sambandsins. Þar mættu: Frá Vor- blómi: Guðrún Gilsdóttir, Hjaltalína Guð- jónsdóttir og Einar Guðmundsson; frá Umf. Önf.: Jón Eyjólfsson og Jón Guð- mundsson; frá Ungmennafél. Mýrahrepps: Kristinn Guðlaugsson og Bj. Guðmunds- son. Þarna eru lagðir liornsteinar Iléraðs- sambands umf. Vestfjarða, er verður brátt viðfaðma og allöflugt, á félög í ísafjarðar- sýslum báðum, Stranda- og Barðastrandar- sýslu. Héraðsþingin eru háð á ýmsum stöð- um til skiptis, og er mér minnisstætt, að á þingi, er lialdið var að Arngerðareyri við ísafjarðardjúp, var samþykkt að leggja allríflega fjáruppliæð til Núpsskólans. Það fé náðist allt saman með gjöfum einstakra manna, lánum og samkomum. Sýndi Umf. Isfirðinga langmestan dugnað í að ná þvi fé saman. Ég á margar ógleymanlegar minningar frá þingum þessum, en þó al- veg sérstaklega frá þeim, sem liáð voru að Ivirkjubóli i Korpudal. En oft voru kröggur í vetrarferðum, og lá við mann- tjóni, eins og í ferð þeirra Sólveigar Krist- jánsdóttur, Jóhannesar Davíðssonar og Halldórs Kristjánssonar yfir Breiðdalsheiði á leið til Isafjarðar. Iþróttastarfsemi félagsins, bæði innbyrð- is og út á við, hefur verið mjög ríkur þátt-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.