Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 7
SKINFAXl UNGMEIMIMAFÉLAG MÝRAHREPPS / ara 1909 — 2E3. N□ V. 1959 Dýrafjörður. Eftir málverki Björns Guðmundssonar. Höíundur þessarar greinar, Björn Guðmunds- son frá Næfranesi i Dýrafirði, var áttræður 26. júní s.l. Hann er einn af merkustu starfs. og áhugamönnum ungmennafélagshreyfingarinnar á Islandi. Hann var í aldarfjórðung afbrigðra virkur formaður þess félags, sem hann skrifar um þessa grein, og um fjóra áratugi formaður Héraðssambands U.M.F. Vestfjarða, driffjöðrin í starfi þess og sameiningartákn til allra átaka. Þá var og fyrir hans tilstilli alltaf starfandi ungmennafélagsdeild í Núpsskóla, en kennari þess skóla var Björn frá 1908—’28 og skóla- stjóri 1929—’42 — en síðan enn kennari skólans á annan áratug. Var hann afbrigða vinsæll kennari, og bætti það mjög fyrir um starfs- möguleika ungmennafélaga og ungmennasam- bands á Vestfjörðum, því að Björn hélt sam- bandi við fjölda af fyrrverandi nemendum sín- um og hvatti þá til starfa. Björn var mjög góður ræðumaður og fyrir- lesari, og alltaf var hann fús til að leggja á sig vökur við að semja fyrirlestra og ræður — og síðan erfið ferðalög um dali og fjallaskörð að vetrarlagi i misjöfnu veðri og færð. Hann kvæntist aldrei, og má óhætt fullyrða, að félags- hugsjónum sínum og nemendum hafi hann helgað þann tíma, sem flestir helga fjölskyldu- lífi. Eitt mjög veigamikið nýmæli tók Björn upp í kennslustarfi sínu og þar sem hann fékk beitt áhrifum sínum við félagsstörf. Það var listrænn upplestur íslenzkra bókmennta, þ. e.: lestur með raddbreytingum eftir efni. Hann var sjálfur ágætur upplesari, og hann fékk vak- ið mikinn áhuga fyrir listrænni túlkun skáld- skapar í upplestri. Minnist ég þess af einlægu þakklæti, að hann upplauk fyrir mér nýjum heimi skilnings og listnautnar, þegar ég heyrði hann fyrst túlka kvæði og sögur, og jók mér skilning á bókmenntum og allmennu gildi þeirra, en eins og ég hef bent á hér í Skinfaxa., er listræn túlkun skáldrita, kvæða og sagna, af- bragðs viðfangs. og skemmtiefni handa ung- mennafélögum. Björn Guðmundsson gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir sveit sína, og á hún honum margt og mikið upp að unna, en þó að sitthvað annað en ungmennafélagshreyfingin ætti góðan liðs- mann, þar sem Björn var, er óhætt að fullyrða, að vart hafi hann lagt neins staðar aðra eins eindæma alúð í störf sín og á vettvangi ung- mennafélaganna og allra þeirra hugsjónamála. Ritstjóri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.