Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 27
SIvINFAXI 27 //>///////// □ □ Múerjir eiga /antfJtnctatnetiH ? Hverjir eiga landsmótametin? Þegar ungmennafélögin hefja nú undir- búning sinn aö þátttöku í landsmótinu, sem fram á að fara í Þingeyjarþingi sum- arið 1961, er eðlilegt, að íþróttamenn, jafnt konur sem karlar, fari að geta sér til um sigurvonir í íþróttakeppninni á því móti. Afreka- og íþróttaskýrslur ungmenna- sambandanna frá héraðsmótunum sýna það glögglega, að liið unga og upprenn- andi íþróttafólk innan ungmennafélag- anna, mun ekki verða eftirbátar þeirra kunnu íþróttamanna, sem hæst hefur bor- ið á fyrri landsmótum. Mjög er það athyglisvert, þegar athug- uð eru skilyrði til æfinga og kennslu, hve margir afreksmenn íþróttalifsins liafa komið fram úr röðum ungmennafélaga —- sumir þeirra jafnvel orðið glæsilegir full- trúar lands síns á erlendum íþróttavett- vángi. Flestir byrjuðu þeir æfingar sínar við mjög erfiðar aðstæður og í litlum lióp. En sjálfsagi, samvizkusemi og þrotlaus þjálfun bar þá smátt og smátt að því tak- marki, sem þeir settu sér, unz því var náð, að svo miklu leyti, sem það takmark getur náðst, — en því er svo til orða tek- ið, að það er einkenni hins mikla afreks- manns, að eflir því sem hann nær meiri árangri, eftir því setur liann markið hærra, og á þetta við jafnt á sviði lík- amlegra sem andlegra afreka. Enginn má hugsa sem svo: Það er ekki til neins fyrir mig að reyna, engin von um, að mig beri hátt i keppn- inni, svo erfiðar sem aðstæður mínar eru. Dæmin sýna, að góður og sterkur vilji er ávallt sigursæll, og vaxandi íþrótta- menning, síaukið líkamlegt atgervi og glæsilegri og glæsilegri fordæmi veita skilyrði til meiri afreka á næsta landsmóti en dæmi eru til á hinum fyrri. Hér fer á eftir skrá, sem ungmenna- félögum mundi kærkomin til samanburð- ar á æfingum sínum fyrir landsmótið. Á. P. í * AFREKASKRÁ LANDSMÖTA U.M.F.l. 100 m. hlaup 10.9 sek. Guðm. Vilhjálmsson U.l.A. 200 m. hlaap 25.4 sek. Guttormur Þormar U.l.A. kOO m. hlaup 53.2 sek. Rafn Sigurðsson U.l.A. 800 m. hlaup 2:11.3 mín. Þorkell Aðalsteinsson H.S.Þ. 1500 m. hlaup 4:12.4 mín. Jón Gislason U.M.S.E. 5000 m. hlaup 15:47.0 mín. Stefán Árnason U.M.S.E.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.