Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI Ritstjóri: Þorsteinn Skúlason Höfundur þessa myndarlega og fróðlega skákþáttar og þess, sem birtist í síðasta hefti Skinfaxa, Þorsteinn Skúlason, mun skrifa slíka þætti fyrir blaðið framvegis. Hann er fæddur á Eskifirði 22. nóv. 1940, sonur Skúla skólastjóra Þorsteinssonar, nú framkvæmdastjóra U.M.F.l. Hann er nú nem- andi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Skákmeistari þess skóla er hann, og í vet- ur komst hann í meistaraflokk islenzkra skákmanna, þar eð hann sigraði í keppni í 1. flokki á skákþingi Reykjavíkur. Er það ekki lítið afrek manns, sem stundar skóla- nám af kappi, og ungir menn, sem sýna slíkt starfsþrek og slíka sjálfsafneitun á sviði hinna léttari skemmtana ungs fólks, eru ekki ólíklegir til mikilla afreka á ár- um aukins þroska, þekkingar og starfsleikni. Ritstjóri. Rússneski stórmeistarinn Paul Keres hefur um tuttugu ára skeið verið í hópi þeirra meist- ara, er næstir hafa staðið heimsmeistaratign- inni. Á áskorendamótinu í Júgóslavíu síðastlið- ið ár varð hann annar, eftir harða baráttu við landa sinn Michail Tal. Áður hafði hann tvisvar urðið i öðru sæti á slíku móti. Með þessum árangri trygggði hann sér rétt til þátttöku 1 næsta áskorendamóti, sem háð verðu.r í Cura- cao í hollenzku Vestur-Indíum árið 1962. Verð- ur fróðlegt að sjá, hvernig honum reiðir af á því móti. Paul Keres er fæddur í Eistlandi 7. janúar 1916. Hann hóf ungur að tefla, og þegar um tvítugt var hann orðinn einn af sterkustu skák- meisturum Rússlands. Á A.V.R.O.-mótinu í Hol- landi 1938 vinnur hann sinn stærsta sigur, er honum tekst að hreppa fyrsta sæti ásamt banda- ríska stórmeistaranum Reuben Fine á undan Þorsteinn SkiUason. Botvinnik, Alekhine, Euwe, Capablanca, Re- shevsky og Flohr. Keres hefur tekið þátt í fjölda Rússlandsmóta og orðið Rússlandsmeist- ari oftar en einu sinni. Hann tók þátt í heims- meistarakeppninni 1948 og varð í 3.—4. sæti ásamt Reshevsky á eftir Botwinnik og Smys- loff, en á undan Euwe. Keres er snarpur árásarskákmaður, með næmt auga fyrir leikfléttum, en hann er einnig mjög góður „positions“-skákmaður. Keres hef- ur ritað fjölda bóka um skák, einkum um byrj- anir, og taka honum fáir fram á því sviði. Nú skulum við líta i skák, sem Keres tefldi á Olympiumótinu í Amsterdam 1954, þar sem hann hlaut hvorki meira né minna en 13Vz vinning úr 14 skákum. Sikileyjarvörn: Hvítt: Paul Keres. Svart: J. Sajtar. 1. e2—elh c7—c5, 2. Rgl—f3, d7—d6, 3. d2—dlf, cðxdlf, lf. RfSxdlf, Rg8—f6, 5.Rbl—c3, a7—a6, 6. Bcl—g5, Rb8—d7.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.