Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 16
16 SKINFAXT Þegar Tómas hafði að fullu hætt sjó- sókn, var það einhverju sinni, að manns var vant á hát. Varð það úr, að Tómas lét tilleiðasl fyrir bænarstað kunningja síns að fara í róður. En þetta var örlaga- rík ákvörðun, því að í róðrinum missti Tómas liægri höndina. Þessu tók hann með stöku jafnaðargeði og æðruleysi. Tók hann að heita vinstri hendinni til verka, sem sú hægri Iiafði framkvæmt, og náði býsna mikilli leikni, t. d. í skrift. Eftir þetta annaðist Tómas afgreiðlu á olíu og benzíni. Tómas kvæntist ekki og átti enga af- komendur. Hér liefur verið í stórum dráttum vikið að starfsferli Tómasar. En ótalin eru af- skipti hans af ungmennafélagsmálum, sem ef til vill eru merkasta ævistarf lians, enda þótti lionum sjálfum áreiðanlega ekki minnst um þau vert. Ungmennafélag Svarfdæla var stofnað 30. des. 1909. Var Tómas á meðal stofn- enda þcss og félagi lil æviloka. Eflir 5 ár var hann kjörinn gjaldkeri félagsins. Sýnir það glöggt, hvert traust var til hans bor- ið, því að félagið hafði þá miklu mann- vali á að skipa. Gjaldkerstarfinu gegndi hann í aldarfjórðung. Oft var skijit um formenn og ritara á jjessu tímabili, en álit allra félagsmanna var það, að Tómas mætti ekki missa úr starfinu. En þar kom, að hann kaus að draga sig i hlé, þó að traust ætti hann nóg, eins og áður. Af framansögðu er ljóst, að Tómas var bú- inn að starfa í stjórn Ungmennafélags Svarfdæla með mörgum mönnum og ólík- um. En það ætla ég, að öllum hafi þótt gotl með honum að vinna. Hann kunni líka hvort tveggja: að lialda fast á sínu máli og hliðra þó til, ef um samkomulag var teflt'. Ég hygg, að það sé ekki algengt innan ungmennafélaganan, að sami maður gegni ábyrgðarstarfi svo lengi sem Tómas, að minnsta kosli ekki liér við Eyjafjörð, og naumast með þeim ágætum, sem liér varð raunin. Dugnaður Tómasar var augljós, árveknin og samvizkusemin í bezta lagi. Hann skoraðist aldrei undan erfiði, ef fé- lagsþörf krafði. Hann aðstoðaði við liverja samkomu félagsins. Hann stóð ávallt á verðinum, ef einhvers þurfti með, og sýndi í verki, að hugur fylgdi máli um hagsæld félagsins. Hann liafði að sjálfsögðu áhrif á gang mála innan vébanda þess. En þó að hann virti hugsjónir ungmennafélag- anna og væri þeim trúr, þá var Iiann svo raunsær að láta sér skiljast, að fram- kvæmdir allar þurfa fjármagn, og því kom það stundum fyrir, að hann lenti í and- stöðu við suma félaga sína, þegar honum fannst þeir ætla að rasa um ráð fram. Gat þó verið um mál að ræða, sem Tómas taldi æskilegl að næðu fram að ganga, en liann leit einnig á fjárhagsgetuna hverju sinni. Vegna þessara viðliorfa kom það fyrir, að honum væri borin á brýn íhalds- semi, þó að það væri mjög ómaklegt. Tómas var óvenjuskyldurækinn. Hann gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. En hann gal heldur ekki þolað vanrækslu annarra. Fyndist honum einhver félags- maður hafa sýnt hirðuleysi í trúnaðarstarfi fyrir félagið, lét hann það óspart í ljós, einkum ef í Iilut áttu þeir, sem meira máttu sín. Skorti hann ekki djarfleik og hreinskilni til að vanda um, þegar hon- um fannst ástæða til. Var ekki ætíð um veigamikla hluti að ræða, svo að nærrj

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.