Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI VÁBJÖRN AÐ VÍGI i. Risavaxinn vábjörn keniur labbandi í hægðiun sínum út úr kvöldskugga fjalls- ins. Annað veifið rymur bann grimmdar- lega. Þegar liaustar, eykst ávallt löngun hans í heitt hlóð, volg innyfli og hragð- mikið kjöt, þrátt fyrir það, þótt þá sé gnægð af þeim jarðargróða, sem honum þykir ljúffengastur, hláberjunum. Hann er nú að safna sér feitisforða til vetrarins og finnst hann þarfnist þeirrar æsandi kjarn- fæðu, sem liann komst á að neyta fyrir nokkrum árum af einskærri tilviljun, en hefur siðan veitt sér öðru hverju. Hon- um er líka hugsvölun í að heita kröftum sínum í rotliöggi — og rjóða síðan trýn- ið í hlóði og gori volgra innyfla hjartar eða elgs. Þegar hann er kominn efst upp á dá- lítinn kjarrhól, hlasir við honum rjóður. Og óvænt sér liann hóp af jórtrandi naut- gripum. Það eru kýrnar og nautið frá Miklabæ, því að Miklabæjarselið er þarna í grenndinni. Yábjörninn hefur labhað undan hóglátri golunni. Þess vegna hefur liann ekki haft minnstu hugmynd um þennan girnilega Iióp, sem nú blasir við honum. Nú gætir hann sín að rymja ekki og tekur að læð- ast að gripunum. Þefurinn æsir hann. En það er í lyktinni einhver framandlegur eimur, sem ekkert á skylt við villigróð- ur heiða og fjalla, og ósjálfrátt vaknar • MORSK • FRÁSÖGM hjá birninum uggkennd varúð. En brátt verður hún að víkja fyrir fikni og blóð- þorsta. Fyrsta kýrin, sem verður bans vör, sér hann og heyrir í söniu andránni. Hún liættir að jórtra, og i augum hennar tendr- ast blik. Svo opnar hún munninn, rekur út úr sér slefulöðraudi tunguhrodd, rym- ur rámum og djúpum rómi og gerir sig líklega lil að renna sér umsvifalaust í áttina til bjarnarins með livassydd hornin fyrir sér. I sömu svipan bregður allur nautgripa- hópurinn við, og áður en varir, hlasir við birninum i hálfhring næstum samfelld röð af hvössum og liáskalegum hornum. Það hringlar i bjöllum, klaufir sparka upp mosann, og öskur brýzt út úr froðufell- andi tröntum. Með kryppu upp úr haki og ranghvolf augu hýst hópurinn til árás- ar á vábjörninn. Halar kúnna sperrastt upp i loftið, og júgrin slengjast sitt á hvað. Það er eins og einhverjir töfrra hafi allt í einu breytt hinum daufingjalegu hús- dýrum i þær villtu skepnur, sem þau eru komin út af og uppi voru fyrir þúsund- um ára. Tarfurinn hleypur á liörkuspretti hringinn i kringum kýrnar til að koma i veg fyrir að hópurinn tvístrist, og það afl, sem hann stjórnast af, er eðlishvöt, sem hann hefur ekki hafl not fyrir, en legið liefur i dvala, unz hennar gerðist allt í einu þörf. En raunar þarf hann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.