Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 21
SKINFAXI 21 stúlkurnar þess vísari, að Ivær af kún- um vantar í hópinn, bjöllukúna frá Efri- Miklabæ og eina frá Neðribæ. Og bíðum við, -— ósköp geta verið að sjá tarfinn, hnakkinn og hálsinn löðrandi í lilóði! . . . . Það hlaut að vera lcominn vábjörn á al'- réttinn — og þær einar upp í seli, allt liitt fólkið önnum kafið við að hirða korn- ið af ökrunum. Hálftíma siðar leggur önnur stúlkan af stað ofan í sveit. Hin á að mjalta kýrnar frá báðum bæjunum að þessu sinn. „En elsku Ásliildur min,“ segir sú, sem eftir verður, þegar stalla Jiennar býðst til fararinnar, „þorir þú að fara — svona undir nóttina .... og .... þú veizt?“ „O það held ég nú bara,“ svarar Áshild- ur, réttir úr sér og herðir hnútinn á skýlu- klútnum undir hökunni á sér. Um miðnætti stendur liún framan við rúmstokk foreldra sinna og fer úr hlífðar- treyj unni. „Hvernig í ósköpunum ....?“ segir móðir hennar, ýtir sænginni niður af öxl- inni á sér, snýr sér í rúminu og sezt upp. Ilún horfir steinhissa á dóttur sína, og brátt kemur uggur í augnaráðið. „Er eitthvað að í selinu — er kannski einliver af skepnunum veik, -— eða máski hún Beta í Neðribænum?“ „Ælli maður geti ekki sagt lieldur tvö en eilt dauðsföll?“ svarar dóttirin svolít- ið biturt. En svo rankar hún við sér: Ekki má hún gera foreldrana sina hrædda um, að fréttirnar séu enn verri en þær eru. Og svo segir hún þeim alll af létta. Þegar birta tekur á glugga, fer liún af stað, þræðir sömu götuna og hún kom. En nú cr hún ekki ein síns liðs. 1 fylgd með henni er faðir hennar og vinnumað- urinn í Neðribæ. Þeir bera byssu um öxl og hafa hund i bandi. Þegar upp i selið kemur, fara þeir út í fjós og skoða tudd- ann. Ætli þeir þykist ekki fara nærri um, að rispurnar séu eftir bj arndýrsklær. Og svo mundu þá kýrnar, sem ekki skiluðu sér heim, lika liafa komizt í kvnni við klóalangan hramm .... 3. Um dagmálabil liggja veiðimennirnir á brekkubrún og gægjast af varygð niður í dældina, sem við tekur hinum megin. Það stríkkar á öllum dráttum i andlitinu. Það var liundurinn, sem réð ferðinni þang- að, sem þeir eru staddir. Og nú stendur hann hjá þeim otureygður og fitjar upp á trýnið, og hárið ris á hnakka og baki. Hann linusar, og trýnið veit i áttina til allhávaxinna víðirunna á lækjarbakka niðri í dældinni. Inni í þessum runnum hlýtur björninn að liggja, úr því að hund- urinn umhverfist svona. Veiðimennirnir liggja og stara á runn- ana. En þeir sjá engin merki vábjarnar- ins. Þeir standa loks á fætur og halda af stað niður brekkuna. Augun víkja ekki frá runnunum. Og svo sjá þeir báðir í einu, að lauf víðisins hinum megin lækjarins tekur að hreyfast, eins og niður í það hafi slegið vindsveip. En í dag er stillilogn. Það bær- ist ekki blað á björkunum í brekkunni. Svo leysir þá Miklabæjarbóndinn lnmd sinn og sigar honum. Raklcinn stekkur af stað, en stanzar fljóllega og liverfur aftur lil húsbónda síns í skyndi. Bóndi sigar aftur, og nú þeytist ralckinn niður brekkuna, yfir lækinn og inn i runnana, hlýtur að vera kominn alveg að birnin-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.