Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI þá þakklátssemi við forsjónÍTia, að fara illa með þessar skepnur?“ Tryggvi skildi vel, að ekki mundi ein- lilitt gott og vandað efni. Þess vegna lagði liann mikla rækl við að vanda útlit Dýra- vinarins. Þar var ávallt fjöldi mynda og auk þess bókarskraut. Og smátt og smátt varð þetta rit, sem barst annað hvert ár með liinu vinsæla Þjóðvinafélags-Alman- aki út um byggðir landsins, flestum ritum og bókum vinsælla, og með því að klappa ineð annarri hendinni og typta með hinni, fá sér til fylgdar skörunga og skáldsnill- inga og búa rit sitt hinum beztu klæðum, tókst Tryggva að gera það að slíku áhrifa- valdi, að á einum þrjátíu árum gerbreytt- ist viðborf íslenzku þjóðarinnar við dýr- unum, og Tiyggvi, sem í upphafi útgáf- unnar varð að harma, að við stæðum ná- lægum þjóðum að baki um meðferð á dýr- um, gat í seinasta formála sínum 1916 sagt með sanni, að hin íslenzku heildarlög um dýravernd bæru þess vegna af slík- um lögum frændþjóða okkar, að við vær- um lengra komnir en þær um mannúðleg viðhorf gagnvart dýrunum. Ilann sagði: „Það sýnir að velvild til dýranna er komin skemmra á leið hjá þeim en hér á landi.“ Hvílíkur sigur! Sá, sem vinnur slika sigra, sá sem liefur heila þjóð á einum þrjátíu árum á hærra stig siðferðilegs þroska og fær hana um leið til að varpa af sér því oki bagrænnar skammsýni, sem á liana var lagt á tímum arðráns, kúg- unar, umkomuleysis og neyðar, mundi sannarlega geta sagt að kvöldi vinnudags síns við hinn mikla föður sinn og alls lifandi: „Herra, Iát þú nú þjón þinn í friði fara!“ 4. Arfðléifð Tryggva Gunnarssonar á vett- vangi þessa mikla máls, mætti vera öll- um ungmennafélögum dýrmæt til ávöxt- unar. Og fordæmi hans gæti lýst þeim, sannað þeim, að svo bezt öðlast maður- inn hamingju með fé, framförum og völd- um, að fjárins bafi bann fyrst og fremst aflað til að geta komið fram einliverju af því, sem um leið og að verða lionum sjálf- um féþúfa, er til almenns velfarnaðar, framfarirnar séu ekki aðeins til aukinna þæginda, heldur skapi skilyrði til aukinn- ar gróandi, og valdinu beiti bann í björtu ljósi fagurra bugsjóna til manndómsauka og mannbóta. ★ Ofurlítið aðsjál. Þær voru nágrannar, Karólína og Anna, og oft sátu þær og skröfuðu. En oftast var það heima bjá Önnu, þvi að Karólina var ekki veitul. Svo var það eitt kvöldið, að Anna hugs- aði með sér: Það er bezt ég drífi mig nú ofan eftir til Línu, ekki of mikið, þó hún spanderi einu sinni á mig kaffisopa. Og ofan eftir fór hún. Karólína fagnaði henni vel, og svo settust þær að skrafi, var nóg um að tala. En þannig liðu tvéir tímar, að ekki gerði Karólina sig líklega til að koma með neinar góðgerðir. Svo sagði þá Anna: „Ég er orðin hjálfsvöng, Lína mín, varð ekkert úr því fyrir mér að borða kvöld- mat áður en ég skrapp liingað.“ Karólína svaraði: „Já, en eins og við gelum ekki labbað heim lil þín í blessuðu góða veðrinu og fengið okkur eitthvað!“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.