Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI málinu, lýst ánægju yfir árangri þeim, sem náðzt liefur og þökkuð islenzkum varðskipsmönnum frækileg og liugprúð framkoma. Skorað á sambandsfélögin um lokasókn um örnefnasöfnun í héraðinu. 6. Merking heimreiða: Þingið minnti á tillögu frá síðasta liér- aðsþingi um nafnaskilti við heimreiðir. Stjórn sambandsins var endurkjörin með lófataki. Ritstjóri Skinfaxa telur þingið liafa gert margar merkar samþykktir, og vænt þyk- ir honum um, að það skuli þó iiafa rninnzt íslenzkrar sögu og tungú í sam- þykktum sínum. Hins vegar þykir lion- um miður, að svo óákveðið skuli vera fjallað um grundvallarverðmæti íslenzks Jijóðernis og þarna er gert, engra starfa getið, sem miði fyrst og fremst að auk- inni þekkingu á íslenzkri sögu og þjóð- menningu, engar ákveðnar tillögur gerðar um starf, sem stefni að meiri skilningi og auknum áhuga á þessu tvennu. Iþróttir og starfsíþróttir eru mjög veiga- mikil viðfangsefni, en íþróttaiðkanir eiga að styðja að andlegu heilbrigði ekki síður en líkamlegu, sannari og skynsamlegri við- horfum, siðrænum þroska og alhliða and- Icgum manndómi, sem meðal annars komi fram í athöfnum til verndar gömlum menningarverðmætum og lil sköpunar nj'rra — og starfsíþróttir eru ekki aðeins leikur, heldur eiga þær að þroska menn lil skilnings á gildi sem liagkvæmastra vinnubragða og til virðingar fyrir vinn- unni, sem er undirstaða ekki aðeins bætts þjóðarhags heldur allrar menningarlegr- ar blómgunar, UolVl.F. IMjáll fimmtugt Það var mikil félagsleg og þjóðleg vakn- ing, sem fór um landið á fyrsta tug þess- arar aldar, enda voru þá stofnuð mörg ungmennafélög. Meðal þeirra er ung- mennafélagið Njáll i Vestur-Landeyjum, sem stofnað var 21. nóv. 1909. Og 21. nóv. s.l. minntist það þessa afmælis með veglegri samkomu í Njálsbúð, hinu mynd- arlega félagsheimili Vestur-Landeyinga, sem félagið á í þriðjung. Var margt manna saman komið i afmælishófinu, sögð saga félagsins, ræður haldnar og setið að veizlu- borðum. Félagið hefur unnið mikið og merkilegt starf í sveit sinni, svo sem að iðkun íþrótta, þjálfun i skák, auknum heimilisiðnaði og útgáfu félagsblaðs — og loks með því að vinna af dugnaði að bygg- ingu félagsheimilis og greiða á fáum ár- um skuld sina i því. Félaginu voru færð- ar gjafir og því þakkað starf sitt af odd- vita hreppsins, séra Sigurði Haukdal, og formanni kvenfélagsins, frú Benediktu Ilaukdal. Stjórn félagsins skipa: Formað- ur Eggert Haukdal, Bergþórslivoli, ritari Guðlaug 'Guðjónsdóttir, Berjanesi, og gjaldkeri Tómas Kristinsson, Miðkoti. Þjórsárver Svo heitir hið nýja og glæsilega félags- lieimili þeirra Villingaholtsmanna, sem U.M.F. Vaka er eigandi að, ásamt hreppn- um og kvenfélagi sveitarinnar. Heimilið var vígt 21. nóvember s.l. á fjölmennri samkomu, sem of langt yrði um að fjalla hér. En mikið liefur verið um það rætl og jafnvel stundum ritað, að félagsheim- ilin væru mjög misnotuð, þar væru svo

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.