Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 11
SKINFAXI 11 ur í starfi þess. Höfum við þar átl mjög góða og áhugasama starfsmenn, svo sem Guðjón Daviðsson, Torfa Össursson og Yaldimar Össursson, er kenndi sund í Mýravaðlinum við heldur erfiðar aðstæð- ur. Jón Þorsteinsson íþróttakennari fór mikla afreksferð vestur til okkar. Hann gekk alla leið frá Reykjavík og heim aftur og kenndi hvarvettna á leið sinni af af- hurða dugnaði. Feikna fjörkippur færist í íþróttalífið, þegar Viggó Nathanaelsson kemur lieim frá Danmörku. Það var sagt, að allir, jafnvel kerlingar og karlar á Þing- eyri, hvað þá unga fólkið, væri komið á loft í leikfimi. Svo fluttist Viggó að Núpi og gerðist iþróttakennari skólans, og kona hans, Unnur Kristinsdóttir, gerðist leiðbeinandi og þjóðdansakennari um slceið. Frú Sólveig Kristj ánsdóttir kenndi og á sambandssvæðinu. Ilin andlega leikfimi kom fram í mælsku list á fundum og upplestri eflir efni, list- lestri. Einnig ritlist í greinum í félags- blaðinu „Viljanum'*. Blaðið var lesið upp á fundum og var orðið tvær stórar bækur í arkarbroti. Þá má nefna umferðabókina „Oddrúnu“, sem ætlað var að ferðast um allt sambandssvæðið til að fræða og þiggja efnisviðbætur. Mig minnir, að hún liæfi göngu sína 1918. Nú er hún löngu útrit- uð og vonandi geymd á góðum stað. Skíða- ferðir voru og allmikið stundaðar og höfð skíðamót. Félögin reistu sér skíðaskála á Gemlufallslieiði, við vatnaskilin milli Dýra- fjarðar og Önundarfjarðar og nefndu Vé- steinsvörðu. Var skálinn og ætlaður sem sæluhús. Eigið funda- og samkomuhús hefur fé- lagið ekki lagt í að byggja sér. Mikið hef- ur þó verið um það mál rætt, en það mun hafa hamlað framkvæmd, að alla líð hafa félaginu staðið opnar dyr. Friðrilc Bjarna- son hreppstjóri gaf félaginu kost á þing- húsinu til fundahalda, og svo hafa skóla- húsin á Núpi jafnan verið félaginu til reiðu. Kom þetta sér vel, eftir að hið á- gæta fundahús, Friðheimur í Framnesi, var úr sögunni. Árið 1934 sýndi félagið mér þá sæmd, að kjósa mig heiðursfélaga sinn og heiðra mig með veglegri gjöf. Menningarsjóður Vestfirðinga, i minn- ingu um Jón Sigurðsson, var stofnaður af sambandinu, og hlaut skipulagsskrá hans konunglega staðfestingu. Ætlazt var til, að sjóðurinn fengi tekjur sínar af minningargjöfum um látna vini og vanda- menn, og voru í tilefni þess prentuð snot- ur minningarspjöld. Silfurnæla, með vangamynd forsetans, var og til sölu í mörg hundruð eintökum. Loks var ágætasta mynd forsetans fengin litprentuð í Sviþjóð í þúsundum eintaka. Mikið er enn óselt af þeirri mynd, og heiti ég nú á öll umf. og sambönd að vinna að sölu hennar, því að nú er 150 ára afmæli forsetans á næstu grösum. „Sómi Islands, sverð og skjöldur“ á að prýða hvert heimili og liverja skóla- stofu í landi okkar. Ég viðurkenni það, að ég hef ekki fylgzt með starfi félagsins á síðustu árum, og er þvi ekki fær um að gera grein fyrir því, en það var mér mikið gleðiefni, að þegar nokkur linun varð á um bindind- isheit meðal ungmennafélaganna, fyrir nokkrum árum, þá hélt Umf. Mýrahrepps fast við gömlu skuldbindinguna, og vænti ég og veit, að það sjái sóma sinn í því að gera það framvegis.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.