Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1960, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15 ' KVEÐJA Rétt fyrir síðustu áramót átti Ung- mennafélag Svarfdæla fimmtugsafmæli. Við svo merkan áfanga hlýtur hugur þeirra, sem að einhverju eru tengdir fé- laginu, að hvarfla til liðins tíma og minn- ingarnar að þyrpast fram. Að sjálfsögðu cr um sundurleitan hóp að ræða, málefni, gleðistundir, sigra og vonbrigði. En lík- Iega verða þó mennirnir, sem settu svip á félagið á liverjum tíma, efst í minni og þá einkum þeir, sem þegar eru allir. Einn þeirra, sem skapað liafa sögu Ung- mennfélags Svarfdæla og liorfnir eru yfir landamærin, er Tómas Jónsson í Hrapps- staðakoti. Fyrir marga hluta sakir er hann mér lmgslæðari en ýmsir aðrir. Og nú liafa minningarnar um hann sótt svo á að segja eingöngu haldnar dansskemmt- anir, sem mjög göróttur lýður víðsvegar að sækli, og væru þau þess vegna frekar menningarspillir en menningarbót í sveit- um landsins. En frá þvi var skýrt á kvöld- vöku, sem haldin var í Þjórsárveri 27. marz s.l., þar sem saman voru komnir ekki aðeins Vökumenn, heldur fjöldi ung- mennafélaga úr Grímsnesi og Gaulverja- ])æ, og Vaka skemmti með kvæðalestri, kórsöng og vikivakasýningu, að frá því að Þjórsárver hefði verið vígt, liefðu menn komið þar saman sextíu sinnum, en að- eins sex sinnum liefðu verið haldnar þar danssamkomur. Þessar upplýsingar tala sínu skýra máli, mig, að ég festi sumar þeirra á hlað og bið „Skinfaxa“ að Ijá lítilli vinarkveðju rúm. Ég tel, að rit ungnmennafélaganna megi gjarnan geyma nafn lians, svo heill og einlægur ungmennafélagi var hann til æviloka. Tómas Jónsson var fæddur 10. ágúst 1884, en dáinn 15. des. 1954. Voru foreldr- ar lians Jón Jónsson bóndi í Hrappsstaða- koti og kona hans Guðrún Guðmundsdótt- ir, mestu dugnaðarhjón, enda bæði komin af þróttmiklum bændaættum. Tómas ólst upp í föðurgarði og vandist algengri sveita- vinnu. Snemma mun þó hugur lians hafa hneigzt til sjávarstarfa. Heimili lians var skammt frá sjó, og komst Tómas þvi fljótt í snertingu við hafið, sjósókn og vinnu- brögð henni samfara, þar sem útræði var talsvert á Böggvisstaðasandi, þar sem nú lieitir Dalvík. En þangað var aðeins spöl- korn frá Hrappsstaðakoti. Það fór því svo, að Tómas hvarf frá landbúnaði rétt eftir fermingu. Gerðist hann fyrst liáseti á ára- bát, síðar vélstjóri, þegar vélbátarnir komu til sögunnar, og um skeið formaður. Á löngum sjómannsferli sínum lagði hann sig ávallt fram, hvort sem hann var háseti eða yfirmaður, enda var svo um hvert það verk, sem Tómas hafði með liöndum. En þó að sjómennska væri lians aðalstarf, sleit hann ekki böndin við moldina. Hann átti alla tíð heima i Hrappsstaðakoti og rak þar búskap um skeið í félagi við bróð- ur sinn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.