Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1969, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.07.1969, Qupperneq 5
 GUÐJÓN INGIMUNDARSON, varaformaður UMFÍ Æska og ábyrgð Ungmennafélögin hafa frá fyrstu tíð verið ábyrgur félagsskapur, sem í senn hefur beitt yfirvegaðri gagnrýni á sam- tíðina og háð leiðbeinandi baráttu í málefnum framtíðarinnar. Þau hafa aldrei skorazt undan ábyrgri þátttöku í menningarlegri og félagslegri upp- byggingu. Framlög þeirra eru ekki fyrst og fremst í krónum eða milljónum króna heldur í frjóum hugmyndum og starfi að félags- og framfaramálum. Ekki ætla ég að rekja hér sögu þess- ara samtaka. Hins vegar vil ég í fáum orðum leitast við að íhuga stöðu þeirra í dag, og þó aðeins að litlu leyti. Skal þá fyrst minnzt á fjárhagsaðstöðuna. Starf ungmennafélaganna um allt land er svo gífurlega mikið, að ætla mætti að þau nytu mikilla opinberra fjár- framlaga. Það væri ekki óeðlilegt að Ungmennafélag íslands hefði þau fjár- ráð af opinberu fé, að það gæti miðlað nokkru til hinna starfsömu ungmenna- félaga. Það er þó víðs fjarri að svo sé. Hitt er staðreyndin, að í stað þess að geta veitt ungmennafélögunum fjár- hagslegan stuðning í hinu víðtæka starfi þeirra, verður Ungmennafélag Islands að lifa slíkum kotungsbúskap, að hafa ekki ráð á að halda opinni skrifstofu með framkvæmdastjóra til fyrirgreiðslu fyrir starfið og félögin nema með höppum og glöppum. Úr þessu þarf að bæta og verður reynt að bæta á þessu ári. Það er slíkt nauð- synjamál, að það má ekki dragast leng- ur. A síðasta ári voru á vegum ung- mennafélaganna farnar 9 hópferðir á afréttarlönd til að sá fræi og dreifa á- burði á gróðursnautt land. Starfsmenn Landgræðslu ríkisins hafa gert lauslega áætlun um, hve mikils virði sjálfboða- vinna ungmennafélaganna að þessu starfi hafi verið. Telja þeir, að meta megi þetta sjálfboðastarf á kr. 250,000. Þessi upphæð er nákvæmlega jafnhá því framlagi, sem UMFl hefur notað af opinberu fé hin siðustu ár til hins al- menna félagsmálastarfs síns. Þannig skila ungmennafélagar í einum þætti starfsins landinu aftur þeim styrk, er þeir hafa frá því fengið. Á þetta bendi ég eingöngu til þess að auðvelda matið SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.