Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 9
— Við erum ósmeykir. — íþrótta-
bandalagið hefur styrk frá bænum, og
njóta félögin góðs af þ\ú með sameig-
inlegum æfingum bandalagsins. Nú svo
höfum við betri aðstöðu en mörg önn-
ur ungmenna- og íþróttafélög í þétt-
býlinu, þar sem við eigum sam-
komuhús, sem gefur af sér nokkrar
tekjur. Við eium ekki svartsýnir og
það er áreiðanlegt, að það er óviða
gert eins mikið fyrir íþróttirnar og hér
í Keflavík.
— En eru þið ekkert smeykir við að
skora Islandsmeistarana í knattspyrnu
á hólm?
— Hreint ekki. Við kepptum við Is-
landsmeistara KR á 35 ára afmælinu,
og þá sigraði UMFK 3:1. Við getum
alveg eins endurtekið það, — og allt er
fertugum fært.
Þórhallur sýnir okkur nýja grasvöllinn. f bak-
sýn sjást áhorfendastæðin.
SKINFAXI
Innanhússmót
USVH
í frjálsum íþróttum var haldið í Reykjaskóla
27. apríl. Er þetta í fyrsta sinn sem keppt er
innanhúss á vegum USVH. Keppendur voru
17 og áhorfendur fjölmargir. Einn gestur
keppti á mótinu, Sigurður Þórarinsson, en
hann stundar nám í Reykjaskóla. Fjölmargir
félagar í USVH eru nemendur í Reykjaskóla,
en í skólanum hefur lengi verið blómlegt
íþróttalíf, Hafa nemendurnir oft náð góðum
árangri í frjálsum íþróttum og sundi.
KARLAR:
Hástökk m. atr.:
Olafur Guðmundsson 1,71
Páll Ólafsson 1,65
Örn Ragnarsson 1,61
Langstökk án atr.:
Páll Ólafsson 3,08
Bjarni Guðmundsson 2,98
Ólafur Guðmundsson 2,87
Sigurður Þórarinsson (gestur) 3,13
Þrístökk án atr.:
Páll Ólafsson 8,88
Bjarni Guðmundsson 8,80
Karl Ragnarsson 8,35
Sigurður Þórarinsson (gestur) 9,15
KONUR:
Hástökk m. atr.:
Ásta Ragnarsdóttir 1,25
Þórhildur Ólafsdóttir 1,25
Helga Einarsdóttir 1,20
Langstökk án atr.:
Kristín Guðjónsdóttir 2,33
Þórhildur Ólafsdóttir 2,31
Ásta Ragnarsdóttir 2,23
KARLAR:
Hástökk án atr.:
Páll Ólafsson 1,46
Eggert Pálsson 1,30
Bjarni Guðmundsson 1,21
Sigurður Þórarinsson (gestur) 1,51
9