Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Síða 12

Skinfaxi - 01.07.1969, Síða 12
Félagar úr HSK við Iandgræðslustörf á Biskupstungnaafrétti Haustið 1966 birtist í Skinfaxa, tíma- riti Ungmennafélags Islands, viðtal við Ingva Þorsteinsson, magister, um gróð- urvernd og landgræðslu, þar sem hann lýsir í stuttu máli þróun þessara mála frá því er land byggðist. Ég vil leyfa mér að taka hér upp niðurlagsorð þess- arar greinar. Ingvi segir þar: „Ég er ekki í neinum vafa um, að allir landsmenn vilja að eyðingin verði stöðvuð, og að þróuninni verði snúið við, þannig að Island taki að stækka sem nytjaland, en haldi ekki áfram að minnka. En hversu margir eru reiðu- búnir að leggja fram raunhæfan skerf í þessu starfi? Það sem Landgræðsl- unni kæmi bezt, væri almennur stuðn- ingur fólksins í sveitum landsins, og ég þykist vita, að einmitt í dreifbýlinu beri fólk sérstaklega góðan hug til þessa máls, eins og reynsla mín af kynnum við bændur landsins hefur sýnt. Á sviði landgræðslu hefur verið unnið mikið starf á undanförnum árum. En æski- legast væri að unga fólkið gerði gróð- urvemdina og landgræðsluna að sínu áhugamáli. Það er æska landsins, sem hér á mest í húsi, og henni er bezt trúandi til að legja fram krafta sína, bæði með siðferðilegum stuðningi og raunhæfu starfi, til að leiða þessi mál til sigurs. Uppi á öræfum landsins bíða eyðiflákarnir eftir vinnandi höndum.“ Skömmu eftir að grein þessi birtist 1 Skinfaxa höfðum við forráðamenn Hér aðssambandsins Skarphéðins samband við Ingva og buðum fram aðstoð okkar félagsskapar. Ekki var það vegna þess, að okkur skorti svo mjög verkefni, heldur töldum við, að hér væri um að ræða þroskandi viðfangsefni, þar sem æskufólk gæti í verki sýnt hug sinn til fósturjarðarinnar. Er ekki að orðlengja það, að skipu- lögð var og farin landgræðsluferð inn á Biskupstungnaafrétt í júlíbyrjun 1967. Þótti hún vel takast og vakti all- mikla athygli, enda var tilgangurinn að öðrum þræði sá að vekja rækilega at- hygli landsmanna allra á málefninu. Á sl. sumri voru svo farnar 9 slíkar landgræðsluferðir víðsvegar um land- ið á vegum ungmennafélaganna og i nánu samstarfi við Landgræðslu ríkis- ins og voru í flestum tilfellum fulltrúar landgræðsluinar með í ferðum. Árangur af starfinu á sl. sumri virð- ist góður, og örvar það mjög til frekari starfa. Þeir Ingvi Þorsteinsson og Ólaf- ur Ásgeirsson samstarfsmaður hans hafa skipulagt ferðirnar og stjórnað þeim af hálfu Landgræðslunnar. Hefur samstarf ungmennafélaganna við þa verið mjög ánægjulegt. Landgræðsla ríkisins lagði til áburð og grasfræ og stóð yfirleitt undir ferða- kostnaði, enda hefur félagsskapur eins og ungmennafélögin ekki fjármagn af- lögu og á yfirleitt fullt í fangi með að afla fjár til hinnar fjölþættu starfsemi sinnar á sviði íþrótta- og félagsmála. Það hefur síður en svo reynzt nein- um vandkvæðum bundið að fá ungt 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.