Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Síða 14

Skinfaxi - 01.07.1969, Síða 14
QpUMutiCjabeþþni Qhaaþkéð tus I<j6<j Á s. 1. vetri efndi H.S.K. til spurninga- keppni milli félaga á sambandssvæðinu, með líku sniði og veturinn áður. Keppt var í þriggja manna sveitum, og forkeppni háð í hvorri sýslu fyrir sig. Jafnframt fór fram mælskukeppni, og sendi hvert félag einn mann til þeirr- ar keppni. Öll sambandsfélög H.S.K. 26 að tölu, tóku þátt í keppninni, sem tókst í alla staði mjög vel. Spurningasamkomurnar fóru fram í öllum stærri félagsheimilum á sam- bandssvæðinu, og urðu alls 12. Láta mun nærri að samkomugestir hafi ver- ið um 3000. Vandað var til dagskrár- efnis á öllum samkomunum, og sam- komurnar sóttar af fólki á öllum aldri. Áfengi var ekki haft um hönd, og löggæslukosnaður lítill sem enginn. Sigurvegarar Umf Ingólfs. Frá vinstri: Olgeir Engilbertsson, Pálmar Guðjónsson og Sigur- jón Ingimundarson. Ólafur H. Guð- mundsson í úrslitakeppn- inni Samkomuform þetta hefur mælzt mjög vel fyrir; það sýnir hin mikla aðsókn að samkomunum. Háð er spenandi keppni á hinu andlega sviði, jafnframt því sem boðið er upp á fjölbreytta skemmtidagskrá og dans. Úrslitin í spurningakeppni H.S.K. 1969 urðu þau, að sveit Umf. Ingólfs í Holtahreppi sigraði, eftir mjög tvísýna keppni við Biskupstungnamenn, sem sigrað höfðu í Árnessýslu. I mælskukeppninni sigraði Ólafur H. Guðmundsson bóndi í Hellnatúni, fra Umf. Ásahrepps. I forkeppninni í Ár- nessýslu sigraði Óskar Jónsson frá Vík, sem keppti fyrir Umf. Selfoss. H. Þ. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.