Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1969, Page 15

Skinfaxi - 01.07.1969, Page 15
Þroskandi að starfa með öðrum Samtal við Kristófer Kristjánsson formann USAH Það var á köldum vetrardegi, að ég kom að Köldukinn í Torfalækjarhreppi til þess að spjalla við formann Ung- mennasambands Austur-Húnvetninga, Kristófer Kristjánsson, um málefni ungmennafélaganna í héraðinu og störf þeirra. Þó að ekki sé langur vegur milli Sauðárkróks og Köldukinnar, hafði ég ekki áður komið á hið myndarlega heimili Kristófers og konu hans Bryn- hildar Guðmundsdóttur. Mér var því nokkur forvitni á að fræðast um hagi þessa forystumanns ungmennasam- bandsins í héraðinu. Það telst íslenzk siðvenja að spyrja fyrst um ætt og uppruna, og því spyr ég fyrst þeirrar spurningar. — Ég er fæddur að Köldukinn í Torfalækjarhreppi 29. janúar 1929. — Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir og Kristj án Kristófersson. Faðir minn var fædd- ur og uppalinn hér í Köldukinn, og hóf búskap 1916 og hefur búið hér síðan. Ég lauk búfræði frá Hólum vorið 1949. Ég hef unnið að öðru leyti hér heima, fyrst á búi föðurs míns síðan sem bóndi hér í Köldukinn. Árið 1952 stofnaði ég nýbýli út úr jörðinni, Köldukinn II og hóf þá sjálfstæðan búskap. — Hófst þú snemma afskipti af fé- lagsmálum? — Já, ég tók snemma þátt í ýmsum félagsmálum, og hef gaman af að starfa með ólíkum mönnum, það er þroskandi, en krefst aftur á móti nokk- urrar lipurðar og skilnings á hugsun- um annarra, því það er ekki vízt að maður sjálfur hafi á réttu að standa hverju sinni. — Þú hefur nú ekki verið við eina fjölina felldur í félagsmálum, ef ég veit rétt, Kristófer. Rétt er þó að snúa sér fyrst að málefnum ungmennafélaganna og heyra hvað þú hefur að segja um þau mál. — Ungmennafélagi er ég búinn að vera lengi. Fyrst gekk ég í Ungmenna- félagið á Blönduósi en þegar félagið var stofnað í Torfalækjarhreppnum 1952, gekk ég í það og hef starfað fyrir það síðan. I stjórnum þessara félaga beggja hef ég verið um ára bil og formaður Umf. Húna í Torfalækjarhr. í mörg ár. Sem formaður Ungmennasambands SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.