Skinfaxi - 01.07.1969, Page 23
fréttamat drjúga máls- og myndamáltíð og
smjöttuðu svo ákaft á kræsingunum frammi
fyrir alþjóð, að það er víst engin furða, þótt
margur hafi freistast til að fá sér bita.
Hvað var það svo, sem gerðist ?
í fyrsta lagi var hegðun unga fólksins eng-
an veginn eins slæm og fjölmiðlunartækin
vilja vera láta. Hins vegar má enginn loka
augunum fyrir því, að drykkjuskapur og ó-
læti unglinga á Þingvöllum, svo og umgengni
öll, var til stórrar vanvirðu eins og raunar
oft áður. Landspjöll skrifast hins vegar að
verulegu leyti á reikning veðurfars og árs-
tíma.
Hverjum á þá að færa til skuldar drykkju-
skapinn og óspektirnar?
Um það mætti skrifa langt mál, því ástæð-
urnar eru margþættar. Það mætti t. d. byrja
svarið með annarri spurningu: Hverra kosta
eiga unglingar völ varðandi skemmtanir um
hvítasunnuhelgina, sem haldin er tvíheilög?
Þessa löngu helgi ber upp á þann tíma, þeg-
ar þúsundir framhaldsskólanema eru ný-
sloppnir frá vorprófunum. Vegna þröngsýnna
og staðnaðra kirkjusiða má ekki halda
skemmtisamkomur laugardagskvöld fyrir slík-
ar hátíðir. Ungt fólk kemur alls staðar að
lokuðum dyrum um slíkar helgar, þegar það
leitar sér upplyftingar eftir skólaerfiðið, og
þá verður hendi næst að ana eitthvað út í
buskann, úr borgum og bæjum út í sveitir,
og háttalagið verður oft líkt og hjá kálfum,
sem hleypt er út í fyrsta sinn á vorin. Nokkra
spennu er hægt að verða sér úti um, vegna
þess að enginn aðili ákveður samkomustað-
inn fyrirfram og hann er breytilegur frá ári
til árs. Þegar svo meðfæddar ratsjár og inni-
byggð fiskileitartæki unga fólksins hafa smal-
að því öilu á einhvern klakablautan útilegu-
stað í hrákaldri vornepjunni, er mesta ánægj-
an búin. Þá er reynt að tjalda, ef tjaldið hef-
ur þá ekki gleymzt, og þá eru pytlurnar ó-
spart opnaðar, því þær gleymast síður. Síðan
er ranglað um eða ekið, — og drukkið, Sum-
ir lenda í slagsmálum, aðallega út úr leiðind-
um eða þá að einn skúrkur kemur djöflagang-
inum af stað. Hér er ekki verið að afsaka
Unglingar að snyrta gróðurlendi á Þingvöll-
um eftir hvítasunnu. (Ljósm. Ástþór)
drykkjulæti og slark eða að skjóta unga
fólkinu undan þeirri ábyrgð, sem því ber. En
það þarf engan að furða á því að svona tak-
ist til, þegar ungu fólki í byrjun langþráðs
sumars er ekki boðið annað en borgarstræti
og úthagar sem vettvangur fyrir eðlilega
skemmtanaþörf að loknu vetrarstarfi í skól-
um. Svo óheilbrigður sem drykkjuskapur
unglinga er, þá er skemmtanalöngun þeirra
heilbrigð og eðlileg tilhneiging. Hún þarf að-
eins að fá útrás við menningarlegar og mann-
sæmandi aðstæður.
Nú eru líka ýmsir ágætir menn farnir að
ræða um það, að líklega þurfi að fara að
skipuleggja skemmtanahald um hvítasunn-
una likt og um verzlunarmannahelgina. Jé,
ætli það sé ekki kominn tími til. Hitt er svo
jafnvíst, að þetta verður aldrei gert svo að
viðhlítandi verði nema hin frjálsu félagsam-
tök unga fólksins sjálfs gangi‘ hér fram fyrir
skjöldu, og þá mega engar kreddur vera
hindrun á leið æskufólks til heilbrigðs
skemmtanalífs.
Eftir hvítasunnuhelgina gekkst ÆSÍ fyrir
hópferð til Þingvalla og voru forráðamenn
SKINFAXI
23