Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Síða 24

Skinfaxi - 01.07.1969, Síða 24
Landgræðslunnar með í ferðinni. Þá sýndi unga fólkið að uppbyggingarandinn er miklu sterkara afl hjá ungu kynslóðinni en skemmd- arfýsnin og sjálfseyðileggingin. AÐ BYGGJA OG TREYSTA Á LANDIÐ Það var í aldarmótaljóðinu, sem Hannes Haf- slein skoraði á fólk ,,að elska, byggja og treysta á landið". Þá var ekki langt liðið síð- an útflytjendastraumurinn var hvað msstur vcstur um haf. Upp úr aldamótunum tók fyr- ir alla verulega fólksflutninga úr landi. Hannesi varð að ósk sinni. Þjóðin tók að rétta úr kútnum. Verklegar framkvæmdir fóru að láta á sér kræla. Félagshyggjan færði þjóðinni nýja trú, trúna á mátt sinn og trúna á landið. Trú íslendiga á land sitt hefur verið óbiluð síðan. Fólkið hefur treyst því, að land- ið væri bezta fóstra, sem því byðist. Allt fram á síðustu ár hafa þær raddir verið sterkar, sem fullyrt hafa, að hvergi væri betra að lifa en á íslandi. En nú er öldin önnur. Nú heyrast ekki að- eins raddir um að hér sé illa lífvænlegt, held- ur eru Islendingar teknir að yfirgefa landið sitt í verulegum mæli. Fram til ársins 1968 var influtningur og útflutningur fólks til og frá íslandi nokkurn veginn jafn mikill. Á síð- aðsa ári fluttu hins vegar 400 fleiri úr landi en til landsins, og það er ekki svo lítil blóð- taka miðað við stærð þjóðarinnar. í ár hefur þessi þróun haldið áfram. Menn verða að hafa kjark til að viðurkenna að hér er alvöru- mál á ferðinni, sem allir vona að breytist til batnaðar. Mikið vinnuafl hverfur úr landi með útflytjendunum. Þar er flutt út verð- mæti, sem ekki fæst bætt. Mikill fjöldi skóla- fólks leitar sér vinnu erlendis í sumar, en um 8000 skólanemar, 16 ára og eldri, komu á vinnumarkaðinn í vor. Yngri framhalds- skólanemendur eiga líka dýrmætt vinnuafl, en mikill fjöldi þeirra er atvinnulaus. Fjöl- margir góðir vinnukraftar, t. d. hópar iðnað- armanna, verða að vinna erlendis í lengri eða skemmri tíma. Svíar telja sig hafa gert góð kaup í íslenzkum vinnukrafti, en það er lé- leg verzlun af íslands hálfu. Ungir trésmiðir í biðröð að láta skrá sig til vinnu í Svíþjóð. Kaupið er næstum því fjór- um sinnum hærra en hér á landi íslendingar þurfa auðvitað að leggja kapp á að auka útflutning sinn á fullunnum vör- um. Allir vita að útflutningur hráefna er ó- æskilegur. Allir eru víst sammála um að við þurfum að stefna að því t. d. að fullvinna sem mest af sjávarafurðunum hér heima, — láta hráefnið vinnast af íslenzkum höndum til að skapa þjóðinni arð og velmegun. En svo óhag- kvæmur sem útflutningur hráefna, svo sem óunnins fiskjar er, þá er útflutningur vinnu- afls það háskalegasta, sem komið getur fyrir í þesu efni. Hér er ekki aðeins útflutningur á verðmæti, sem ekkert fæst fyrir þjóðhags- lega séð, heldur tapar ísland einstaklingum, hæfileikum þeirra og vinnuafli, sem vissu- lega er þörf fyrir hér. Ekki er enn fullljóst, hvaða afleiðingar þctta upplausnarástand hefur á fólk almennt. Sú skoðun, að hér sé ekki lífvænlegt og ekki eftirsóknarvert að búa, er orðin ískyggilega útbreidd. En vonandi eru það ekki aðeins efnahagslega ástæður, sem ráða því hvort fólk vill búa hér. Auðvitað verður fólk að hafa næga atvinnu og mannsæmandi og batn- andi lífskjör. Þjóðartekjurnar eru líka svo miklar að þær ættu að leyfa slíkt. En íslend- ingar eiga líka sína menningu, tungu, bók- menntir, sameiginlegan lifandi menningar- arf, sem er forsenda þess að við getum kallast þjóð. Án efnahagslegs sjálfstæðis eru þessi verðmæti, hið menningarlega sjálfstæði, auð- vitað í bráðri hættu. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.