Skinfaxi - 01.02.1970, Side 6
málafræðslu. Sú uppörvun hefur orðið
til þess að flýta fvrir aðgerðum. Er
skemmst frá því að segja, að stjóm UMFÍ
ákvað s.l. haust að hefja þegar á þessum
vetri starfsemi Félagsmálaskóla UMFÍ í
formi námskeiða þar sem tiltækilegt þótti
og óskir um slíkt komu fram.
Undirbúningstími var mjög stuttur
þegar tekið er tillit til þess að kennslu-
Sigurfinnur
Sigurðsson.
gögn eru lítil fyrir hendi til slíkrar
fræðslu. En þarna var rösklega að unnið.
Reglugerð var sett fyrir félagsmála-
fræðsluna, kennslugögn fyrir námsgrein-
arnar samin og fjölrituð og skólanum
hleypt af stokkunum með stórhug og
bjartsýni og í trausti á áhuga og góðar
undirtektir ungmennafélaga og annarra
félagshyggjumanna. Hafsteinn Þorvalds-
son, formaður UMFÍ, vann mest að und-
irbúningnum og samdi nokkra kennslu-
þætti varðandi uppbyggingu og starf
ungmennafélaga og UMFI, um félags-
heimilin o. fl. Hann hefur einnig annazt
kennslu til þessa ásamt Sigurfinni Sig-
urðssyni, sem kennt hefur ræðumennsku
og fundarstjórn á námskeiðunum með
ágætum árangri. Sigurfinnur hefur bæði
mikla þekkingu á þessum efnum og langa
reynslu í slíkri kennslu.
Fvrsta námskeið Félagsmálaskólans
var haldið í íþróttaskólanum í Haukadal
21.—22. febrúar 1970. Hér var um helg-
arnámskeið að ræða og tókst það mjög
vel. Er frá námskeiðinu greint sérstak-
lega hér á eftir. Þá hófst í marzbyrjun
námskeið fyrir ungmennafélögin á Suður-
nesjum, og fer kennsla fram eitt kvöld í
viku hverri í Félagsheimilinu Stapa í
Njarðvík. Þátttaka er mjög góð — 24
ungmennafélagar frá öllum fjómm ung-
mennafélögunum á Suðumesjum taka
þátt í námskeiðinu.
Stjórn UMFÍ starfar sem skólanefnd
Félagsmálaskólans, a. m. k. fyrst í stað.
Ætlunin er að halda áfram með slík nám-
skeið í ýmsu formi, eftir því sem bezt
hentar á hverjum stað, og þannig verður
skólinn þróaður í samræmi við kröfur
tímans og þarfir hreyfingarinnar og þjóð-
félagsins. Allt er þetta að sjálfsögðu fjár-
málunum háð, en vonandi tekst að halda
þessari starfsemi áfram og efla hana,
þannig að hún nái til ungmennafélaga
í öllum héruðum landsins.
Stjórn UMFÍ mun kynna sambands-
aðilum um árangur og reynslu af þess-
urri fyrstu námskeiðum og leita tillagna
þeirra um fram'hald skólans. Þess er líka
vænzt að sambandsaðilar láti sem fyrst
í Ijós álit sitt og beri fram fyrirspurnir
varðandi þennan nýja þátt í félagsstarf-
inu.
6
SKINFAXI