Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1970, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.02.1970, Qupperneq 9
VERKEFNIN FRAMUNDAN Það sem af er ári 1970 hafa ýmis straumhvörf orðið í liöfuðstöðvum sam- takanna í Reykjavík. UMFÍ liefur flutt skrifstofu sína úr Lindarbæ, þar sem hún hefur verið um árabil, að Klapparstíg 16. Þar fær UMFÍ nú mjög rúmgott húsrými fyrir starfsemi sína. Félagsfulltrúi hefur verið ráðin í fullt starf, hinn ágæti íþróttamaður og félagi Sigurður Geirdal. Þá hefur skrifstofu- stúlka einnig verið ráðin, Ester Óskars- dóttir frá Selfossi, og er skrifstofa UMFÍ nú opin alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma. Með ráðningu þessara ágætu starfs- krafta er langþráðu takmarki náð um starfsmannahald. Mörg verkefni bíða þessa fólks, og verður það sambands- stjórnar að ákveða í hvaða röð og með hverjum hraða að þeim verður unnið. Sambandsstjórn væntir þess, að með tilkomu þessara starfskrafta verði hægt ;uð stórauka alla fyrirgreiðslu við sam- bandsfélögin, auk þess sem hægt verði að koma ýmsum aðkallandi verkefnum hjá heildarsamtökunum á traustari grundvöll en verið hefur um ára bil. Ég mun nú geta helztu stórverkefna sem sambandsstjórn vinnur að, og auk þess verður einstökum þáttum þeirrar starfsemi gerð ítarlegri skil á öðrum stað í blaðinu. Félagsmálaskóli UMFI er nú orðinn að veruleika, og hefur sambandsstjóm gengið frá reglugerð þar að lútandi, er síðar verður lögð fyrir næsta sambands- þing UMFÍ til samþykktar. Utgáfustarfsemi hefur verið og verður stóraukin á vegum samtakanna. Kaup- endafjöldi að Skinfaxa hefur nær tvö- faldast á einu ári, og sambandsstjóm hef- ur gefið út fræðslurit um hreyfinguna, er nefnist „Störf og Stefna“. Unnið er að endur-fjölritun fræðslurita um starfs- íþróttir, og samningu nýrra í nýjum greinum. Vasasöngbók UMFÍ mun koma út fyrir vorið, unnið er að efnisvali og niðurröð- un, og leitað hefur verið tilboða um prentun. Leikritasafn UMFI verður nú sett á laggirnar að nýju, og leitast við að stór- auka það að efni og gæðum. í því sam- bandi mun verða leitað til allra ung- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.