Skinfaxi - 01.02.1970, Side 11
Starfsfólk UMFÍ, Sig-
urður Geirdal og Ester
Oskarsdóttir, í hinum
nýju liúsakynnum að
Klapparstíg 16.
Landsmótið að Sauðárkróki næsta
sumar verður haldið við hinar ákjósan-
legustu aðstæður í fögru héraði og i
höndum dugandi manna. Við skulum
vona, að öll áform landsmótsnefndar fái
staðizt, og eitt er víst að Skagfirðingar
munu vanda mjög til þessa móts, þar sem
saman fer að halda hátíðlegt 100 ára
afmæli Sauðárkrókskaupstaðar, höfuð-
staðar þeirra, og hina stórbrotnu æsku-
lýðshátíð.
Landsmótsnefnd er með ýmsar athygl-
isverðar nýjungar á prjónunum í sam-
bandi við framkvæmd þessa móts, sem
allar stuðla að aukinni fjölbreytni og
glæsibrag. Góðir ungmennafélagar, for-
sendan fyrir myndarlegri þátttöku og
góðri frammistöðu íþróttafólks, er að
hefja nú þegar markvissan undirbúning,
og setja markið hátt. Sauðárkrkókur hgg-
ur vel við samgöngum úr öllum lands-
fjórðungum, og þar mun verða boðið til
landsmóts sem vert verður að sækja.
Heill fvlgi störfum vkkar.
Hafsteinn.
SKINFAXI
11