Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1970, Side 13

Skinfaxi - 01.02.1970, Side 13
Landgræðsla. A. Markmið landgræðslustarfsins er fyrst og fremst hefting gróður- og jarð- vegseyðingar og græðsla örfoka lands. Samtökin vinna að því að skipuleggja og sjá um þátttöku almennings í landgræðslustarfinu. Af verkefnum má nefna: 1. Lagfæring á jarðvegssárum. 2. Sáning og gróðursetning plantna, sem nothæfar reynast til land- græðslu. 3. Áburðardreifing og umhirða gróð- urlendis. 4. Fræsöfnun. 5. Girðingavinna. 6. Gerð skjólbelta. B. Frumkvæði að þátttöku almennings verður sem mest í höndum aðildar- félaganna sjálfra. Félögin gera tillög- ur um verkefni, sem þau óska eftir, að unnið verði að á svæðum þeirra. Samtökin gera heildaráætlun um verkefni, sem þau telja, að eigi að einbeita sér að á næstu árum. Áætlun þessi verði gerð á grundvelli yfirlits um gróðureyðingu og land- skemmdir, sem Landgræðsla ríkisins lætur gera lögum samkvæmt. Staða- val og tæknileg framkvæmd verði í samráði við Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og Rannsóknastofn- un landbúnaðarins. C. Undirbúningur, fararstjórn og verk- stjórn við landgræðslustörf verði í höndum þeirra félagasamtaka, sem að þeim standa hverju sinni og gróður- verndarnefnda Landgræðslu ríkisins, sem starfar í öllum sýslum landsins. Stefnt verði að því, að ferðakostnaður við landgræðsluferðir verði greiddur af þátttökufélögunum hverju sinni. D. Lögð verði áherzla á að taka fyrir sem stærst og samfelldust svæði, t. d. í landgræðslu- og skógræktargirðing- um, sem þegar eru fvrir hendi. Til að örva áhuga og skilning á land- græðslustarfinu, ætti árlega að græða nokkur svæði, sem nú eru örfoka eða að blása upp og blasa við augum vegfarenda. E. Að öðru jöfnu greiði eigendur og not- endur græðslusvæða kostnað og ann- ist viðhald græðslunnar þegar á öðru ári. Um þetta verði gerður samningur hverju sinni. Meðferð og nýting slíks lands fari eftir fyrinnælum Land- græðslu eða Skógræktar ríkisins. F. Við landgræðslustörf sé þess jafnan gætt, að þau valdi ekki röskun á þeim náttúrufyrirbærum, sem ástæða þykir til að vernda. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.