Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1970, Side 20

Skinfaxi - 01.02.1970, Side 20
Jóhannes úr Kötlum sjötugur Jóhannes skálci úr Kötlum varð sjötug- ur 4. nóvember s.I. Ekkert af stórskáldum okkar hefur verið jafn virkur og einlægur ungmennafélagi og Jóhannes var á yngri árum. I Minningarriti UMFÍ á 30 ára af- mæli samtakanna segir Jóhannes m. a.: „Ungmennafélagið var mér, hálfgild- ings útlaga af fjöllum, hið sama og vor- dagurinn moldu ísalandsins — sál mín sótti þangað sól og regn og henni þótti gott að gróa í andrúmi þeirra hugsjóna, sem þar voru efst á baugi. Ég kann ekki að telja fram, hvað í veru minni á þangað rætur að rekja, slík áhrif verða aldrei veg- in eða mæld — en „himneskt var að lifa“.“ Kvæði Jóhannesar hafa orðið ástsæl með þjóðinni, og til þess liggja ríkar ástæður. Ljóð hans fjalla um margvísleg efni og eru fjölskrúðug að formi. Ætt- jarðarástin er þar mjög sterkur þáttur. í ljóðum sínum hefur hann ætíð verið traustur málsvari íslenzkrar æsku og ís- lenzkra alþýðustétta, og fáir hafa ort eins vel og hann um íslenzka náttúru og ís- lenzkt atvinnulíf. Jóhannes úr Kötlum. í fyrri ljóðabókum Jóhannesar gætir beinna áhrifa frá starfi og hugsjónum ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem hann var einn ötulasti baráttumaðurinn. Kvæði hans um Þrastaskóg er lifandi mynd um þann reit og starfið þar, enda er mörg hríslan í skóginum komin í moldina úr höndum Jóhannesar. Jóhannes hóf ungur baráttuna fyrir Þjóðfélagslegu réttlæti og hefur fylgt henni eftir ótrauður síðan. í þeirri bar- áttu hefur hann átt sterkt vopn, þar sem ljóðlistin var. Það er stolt Skinfaxa að hafa þar átt hlut að máli, því einmitt í 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.