Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1970, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.02.1970, Qupperneq 21
honum birtust ljóð og skeleggar greinar hins unga skálds fyrr á árum. Ungmennafélagar og Skinfaxi óska Jó- hannesi allra heilla á afmæli hans og þakka hinn góða skerf hans til ung- mennafélagshreyfingarinnar og íslenzkr- ar æsku í heild. í kvæði Jóhannesar „Kveðja á 25 ára afmæli UMFÍ“ er eitt erindið svona: En bjart er þó enn yfir söngvanna sveit, og súgur í flugi og máttur í orðum. — Og ennþá er æskan herská og heit, og hrindir því gamla úr stirðnuðum skorðum. Hvað framtíðin ætlar sér enginn veit, en á hana set ég mitt traust — eins og forðum. Ekkert íslenzkt skáld liefur sýnt slíka fjölbreytni í formi og framsetningu ljóða sinna sem Jóhannes úr Kötlum. Með ár- unum hefur ljóðform hans orðið óbundn- ara, túlkunin myndríkari og skáldið hefur agað ljóðagerð sína í anda nútímaljóð- listar, þótt list hans standi jafnan föstum fótum í aldalangri ljóðhefð íslendinga. Sem dæmi um hin tæru og myndrænu ljóð frá síðari árum Jóhannesar birtum við hér kvæðið Nóttleysu: Hrein eins og jómfrúin móðir guðs þenur sín hvelfdu brjóst ur silfurkeri marar upp í Jónsmessunnar himinlind mín nakta ey. Mitt hjarta er lítill fugl rauður sem flögrar í vaggandi limi bláskóga og tístir af gleði. Mín sál er hafrænan milda sem líður inn yfir fjöllin þau sjö með dögg handa blómi fyrir norðan Mitt auga er skuggsjá þinnar hamingju ó fagurey. skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.