Skinfaxi - 01.02.1970, Qupperneq 22
Frá starfi
ungmennafélaganna
Um starfsemi samtakanna í
A-Húnavatnssýslu á sl. ári hef-
ur blaðinu borizt eftirfarandi
fréttabréf frá Magnúsi Ólafs-
syni, form U.S.A.H.
Starfsemi sambandsins var
allmikil á síðasta ári en með
líku sniði og undanfarin ár.
Húnavakan hófst á annan í páskum og lauk
næsta sunnudagskvöld. Ungmennafélagið
Fram á Skagaströnd sýndi sjónleik svo og
Leikfélag Blönduóss. Karlakórinn Vöku-
menn og Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps
skemmtu og Ungmennasambandið sá um
dagskrá, sem það nefndi Húsbændavöku.
Hjálparsveit skáta á Blönduósi sýndi revíu-
kabarett.
Vakan var fjölsótt að vanda og hagnaður
af henni allgóður en segja má að hún sé
sú tekjulindi sem öll starfsemi sambandsins
byggist á.
Undanfarandi ár hefur sambandið gefið
út rit sem Húnavaka nefnist. 10. árg. ritsins
er væntanlegur fyrir Húnavökuna í ár.
Reynt er að vanda til ritsins sem kostur
er.í því er eingöngu Húnvetnskt efni en af
ýmsum toga spunnið. Þar eru viðtöl við
Húnvetninga, frásagnir af atburðum sem
hér hafa gerzt, ferðasögur, frumsamdar
sögur, fréttir og annað til fróðleiks og
skemmtunar að ógleymdum ljóðum og stök-
um. Ritstjóri Húnavöku er Stefán Á. Jóns-
son.
íþróttir eru allmikið stundaðar á sam-
bandssvæðinu og í sumar voru þrjú mót
haldin á vegum sambandsins. Mót var haldið
17. júní en héraðsmótið var í júlí. Mikil
þátttaka var í því.
Ungmennafélagið Fram sigraði í stiga-
keppni með 119 stigum en Ungmennafélagið
Hvöt hlaut 117 stig. Sést á þessu að keppni
var hörð og munur lítill á tveim efstu fé-
lögunum.
Unglingamót var haldið í ágúst. Undan-
farin ár hefur farið fram keppni milli
U.M.S.S., U.S.V.H. og U.S.A.H. í sumar fór
keppni þessi fram á Reykjaskóla í VjHún.
U.S.A.H. sigraði í keppni þessari en hingað
til hafa Skagfirðingar ætíð sigrað. Sigur
þessi var okkar frjálsíþróttafólki vissulega
hvatning til frekari dáða og það stóð sig með
ágætum á okkar mælikvarða á Meistaramóti
Norðurlands, sem háð var á Akureyri, en
þangað sendum við 8 keppendur.
Landgræðsluferð var farin á Auðkúluheiði.
Tæplega 30 Ungmennafélagar tóku þátt í
henni. 5,5 t. af áburði var dreift auk þess
sem i/2 t. af grasfræi var sáð. Þetta var I
annað sinn sem farið var á þessar slóðir
með fræ og áburð.
22
SKIN.FAXI