Skinfaxi - 01.02.1970, Side 27
„FRAM TIL ORUSTU'
heitir bók, sem út kom fyrir jólin og
vakið hefur mikla ánægju allra íþrótta-
unnenda. Bókina skrifar hinn ágæti og
gamalkunni íþróttafréttamaður, Frímann
Helgason. I bókinni er rakinn íþróttafer-
ill fjögurra frægra afreksmanna í íþrótt-
um, Jóns Kaldals, Arnar Clausen, Rík-
harðs Jónssonar og Geirs Hallsteinssonar.
Þetta eru líflegar og skemmtilegar
frásagnir og geyma miklar heimildir um
íþróttalíf og íslenzka íþróttasögu. Þetta
er bók fyrir fólk á öllum aldri, og ekki
sízt er unglingum hollt að lesa slíkar
bækur sem þessa og kvnnast því, hvernig
ungir menn ná árangri á alþjóðamæli-
kvarða með góðri ástundun og viljakrafti.
Frímann Helgason er Nestor íslenzkra
Frímann
Helgason
íþróttablaðamanna og hefur skrifað um
íþróttir að staðaldri í um 30 ár. Engum
íslendingi, sem um íþróttir rita, hefur
tekizt að gæða frásagnir sínar og lýsing-
ar slíku lífi sem Frímanni Helgasyni.
Veldur því ekki sízt víðtæk og nærfærin
þekking hans á íþróttum og íþróttamönn-
um og löng reynsla hans sem virks
íþróttamanns. Vonandi koma fleiri bæk-
ur um íþróttir og íþróttamenn frá Frí-
manni, því vitað er að hann á í fórum
sínum mikið og merkilegt efni úr íþrótta-
sögu okkar.
Verðlaunagripir
og félagsmerki
Framleiði alls konar
verðlaunagripi og fé-
lagsmerki. Hefi ávallt
fyrirliggjandi ýmsar stærðir
verðlaunabikara og stytfur fyrir
flestar greinar íþrótta.
LEITIÐ UPPLÝSINGA.
S
MAGNUS E. BALDVINSS□ N
LAUGAVEGI 12 - REYKJAVÍK - GÍMI 22BG4
V
SKINFAXI
27