Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 3
SKINFAXI
Tímarit Ungmennafélags (slands — LXI árgangur — 3. hefti — 1970 — Ritstjóri Eysteinn
Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður.
~SumcirliátC&ir oc^ liéra&ámót
Allt frá stofnun fyrstu ungmennafélaganna
hér á landi hefur það stöðugt og í vaxandi mæli
lent í verkahring ungmennafélaganna að metta
félags- og skemmtanaþörf fólksins í hinum
dreifðu byggðum landsins
Arangur þessa starfs og kunnátta til fram-
kvæmda kemur bezt í Ijós í dag í fram-
kvaemd glæsilegra héraðs- og sumarhátíða,
sem héraðssambönd ungmennafélaganna eða
einstök ungmennafélög standa fyrir um allt
land. Þessi mót verða stöðugt stærri í snið-
um og draga að sér mikinn fjölda samkomu-
gesta. Það er engin tilviljun, að þróast hefur
inn á verksvið ungmennafélaganna að standa
fyrir framkvæmd þessara stórhátíða víðast
hvar; forráðamönnum þeirra er bezt trúað
til þess að hafa þessa vandasömu framkvæmd
á hendi vegna reynslu og félagsþroska.
Óhætt mun að fullyrða, að framkvæmd
Þessara stórhátíða hafi i flestum tilfellum
tekizt mjög vel og verið hreyfingunni og þeim,
sem að hafa staðið, til hins mesta sóma. Fátt
er nú í þeirri framkvæmd sem brugðist getur
til beggja vona, annað en veður.
Framkvæmd þessara stórhátíða er mik-
ið félagslegt átak, og reynir oft alvarlega á
Þolrif fárra forystumanna; þeir mæta jafnan
hverjum vanda, sem að höndum ber, með
festu og ró. Það er ekki eðli ræktunarmanns-
ins að gefast upp þótt erfiðlega gangl á
stundum heldur erja sinn akur á ný í von um
betri uppskeru og bættan hag. Kóróna þessa
samkomuhalds eru svo Landsmót UMFÍ, sem
eru orðin einskonar þjóðhátíðir, og stöðugt
fleiri héraðssambönd fá nú tækifæri til þess
að framkvæma.
Góðir ungmennafélagar, reynum eftir föng-
um að vanda allt samkomuhald á okkar veg-
um. Við höfum hér forustuhlutverk með hönd-
um, vandinn er að valda þessu verkefni og
láta það ekki vaxa okkur yfir höfuð. Verum
þess jafnan minnug, að hollur er heimafeng-
in baggi. Heimafengið skemmtiefni er ódýrara
og að öllu jöfnu vinsælla Forðumst samkeppni
hver við annan, eflum samstarf og samvinnu
okkar í milli á þessum vettvangi sem öðrum.
H. Þ.
SKINFAXI
3