Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 11
LITIÐ YFIR FARINN VEG Sigurður Ólafsson á Kárastöðum í Hegranesi sat í stjóm UMSS í rúm 20 ár, þ.e. 1921—1942. Sigurður er nú safnvörður í byggðarsafninu í Glaumbæ, og þar hittum við hann að máli til að fræðast dálítið um starfið í UMSS á fyrri tíð. Sigurður er heiðursfélagi UMSS. Hann var einn af stofnendum Umf. Hegra 1908 og er einnig heiðursfélagi þess félags. — Hvað bar hæst í starfi félaganna, þegar þú manst fyrst eftir, Sigurður? — Héraðsmótin voru eftirminnileg- ust þau voru sannkallaðar héraðshátíðir, sem allir hlökkuðu til. Annars gekk á ýmsu með starf sambandsins framan af. Félögin voru fá í fyrstu, og í kringum 1920 lá starf sambandsins niðri að heita mátti. Svo var það endurreist 1924 með — Já, ekki dugar annað. Ég treysti því, að Skagfirðingar allir geri það að metnaðarmáli sínu að landsmótið verði sem glæsilegast og héraðinu til sóma. Eg hef orðið var við góðan áhuga í þá átt hér í héraðinu og ég er sannfærður um að við getum gert 14. landsmótið að stórri og eftirminnilegri hátíð eins og undanfarin landsmót hafa verið, og þannig, að það verði bæði UMFÍ og Ung- mennasambandi Skagafjarðar til sóma. Siguröur Ólafsson nýjum kröftum. Þá varð Valgarð Blön- dal formaður. Eftir það tók starfið mjög að eflast, og þá fyrst gekk Umf. Tinda- stóll á Sauðárkróki í sambandið. — Hver voru helztu dagskráratriðin á héraðsmótunum? — Það var föst venja, að einhver val- inn maður hélt ræðu, en samkomumar hófust jafnan með útiguðsþjónustu. Upp- haflega voru mót þessi kölluð „sumar- mót“ og hófust þau þegar árið 1906, þ.e. áður en Ungmennasamband Skagafjarð- ar var stofnað. Fyrsta mótið var haldið 12. ágúst 1906 að Skiphól með samvinnu ungmennafélaganna Æskunnar og Fram- farar, en aðalhvatamaðurinn var Jón Sigurðsson á Reynisstað. Þessi fyrstu sumarmót tókust vel og voru unga íolk- inu mikið ánægjuefni. Þau efldu sam- vinnu félaganna og lögðu gmndvöllinn að stofnun ungmennasambandsins í hér- aðinu. — Hvað finnst þér sérstæðast við þessi mót áður fyrr? — Að sjálfsögðu var þá ýmislegt með öðru sniði en nú er. Til dæmis komust kappreiðar snemma á dagskrá héraðs- mótanna og voru lengi fastur þáttur í þeim. Annars var keppt í frjálsum íþrótt- um, og þegar mótið fór fram á Sauðár- króki, var keppt í sundi og synt í sjón- 10 SKINFAXI um af eyrinni og upp að gömlu hafn- arbryggjunni. Þá mætti líka nefna knattspymuna, en í henni var alltaf keppt á héraðsmótun- um, og áttust þá við lið ungra manna austan Héraðsvatna og vestan. Þeir Jón á Reynisstað og Stefán Vagnsson kenn- ari voru lengi fræknustu knattspyrnu- mennirnir vestan Vatna. Síðar fluttist Stefán að Hjaltastöðum í Blönduhlíð og efldi þá flokk knattspyrnumanna austan Vatna. Við, sem höfðum verið á Hólum, héldum nokkuð saman og æfðum alloft á G1 júfuráreyrum fyrir neðan Vatnslevsu. Stundum fórum við heim að Hólum og kepptum við skólapilta. Voru það stund- um sögulegar ferðir að vetrarlagi og völl- urinn oft eitt forarsvað. í sambandi við knattspyrnuna er mér sérstaklega minn- isstætt eitt atvik frá héraðsmótinu 1916, sem háð var hérna á Glaumbæjareyjun- um. Knattspyrnukeppnin stóð sem hæst, en mitt í hita leiksins bar þar að Jónas frá Hriflu á ferðalagi. Allt í einu stóð hann þarna á línunni og þótti þá ekki tilhlýðilegt að sveitast lengur á eftir knettinum. Skipti það engum togum, að gert var hlé á leiknum, því aðalknatt- spyrnukappinn, Jón á Reynistað, varð að ganga til vinar síns og þáverandi sam- herja og heilsa honum með virktum. Þeir Jón og Jónas höfðu verið saman í skóla í Danmörku og voru með þeim kærleik- ar. Seinna reyndist svo ekki rúm fyrir ^■mieikaflokkur, sem sýndi undir stjórn Jóns 1». Björnssonar á Sauðárkróki 17. júní 1911 Pr aJÍnStrÍ: JÓ” *’ Björnsson- Sigurður Á. Björnsson, Þorbjörn Björnsson, Árni Magnússon, ■ðbjorn Traustason, Jón Þórðarson, Stefán Vagnsson, Friðrik Hansen, Margeir Jónsson, l a,‘ Jónsson, Magnús Halldórsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.