Skinfaxi - 01.06.1970, Page 12
bæði þessi stórmenni í sama flokki, en
það er önnur saga.
— Hvað finnst þér eftirminnilegast frá
stjórnarárum þínum í UMSS?
— Það er margs að minnast t.d. hér-
aðsmótsins 1930. Til þess var sérstak-
lega vandað, og þar tókum við á móti
Vestur-íslendingum, sem komu til ls-
lands vegna Alþingishátíðarinnar. Þetta
mót var haldið að Garði í Hegranesi, hin-
um forna þingstað Skagfirðinga. Ekki er
ég heldur búinn að gleyma baráttu skag-
firskra ungmennafélaga fyrir vemdun
þessa merka sögustaðar. Þarna em um
80 búðarústir, sumar sennilega frá þjóð-
veldistímanum. Við lögðum mikla
áherzlu á, að UMSS fengi þetta svæði til
varðveizlu og sem liátíðastað. Landeig-
endur vildu hins vegar ekki selja okkur
landið þrátt fvrir ítrekaðar umleitanir
/-----------------------------------
Skagfirðingar
Ferðafólk
★
Vanti ykkur eitthvað
í matinn,
þá líitiS við.
★
IVIATVÖRUBÚÐIN s.f.,
Aðalgötu 8 - Sauðárkróki
Sími (95)5303
---------------------------------f
okkar. Svo kom að því, að ábúandi liugð-
ist plægja upp landið til ræktunar, en
það varð til þess að þjóðminjavörður tók
staðinn á fornminjaskrá og bannaði allt
jarðrask þar, og áttum við í stjórn UMSS
hlut að því, að svo var gert.
— Finnst þér ungmennafélögin vera
frábrugðin því, sem þau voru í upphafi?
— Að sjálfsögðu hafa störf þeirra og
verkefni breytzt og aukizt með tíman-
um. Þjóðfélagið hefur tekið miklu breyt-
ingum, einkum urðu breytingamar stór-
stígar á styrjaldarárunum. Mér sýnist
starf ungmennafélaganna vera orðið
miklu fjölbreyttara en áður var, og er
það að vonum, því aliar ytri aðstæður
eru nú betri.
Við kvöddum Sigurð á hlaðinu á hinu
forna höfðingjasetri, Glaumbæ, þar sem
hann tekur á móti gestum úr ýmsum
heimshornum. Þetta var á björtum sum-
ardegi og við blöstu Glaumbæjareyjarn-
ar, þar sem óvænt leikhlé varð í knatt-
spyrnukeppni fyrir 54 árum. Meðal ungl-
inganna, sem kepptu, voru þeir Jón á
Reynistað og Sigurður á Kárastöðum. Sá,
sem leikrofinu olli, var þáverandi rit-
stjóri Skinfaxa, Jónas Jónsson. Um það
leyti var hann enn að berjast af sinni al-
kunnu hörku fyrir því, að ungmennafé-
lögin næðu að festa rætur með þjóðinni,
jafnframt því sem hann hellti úr skálum
reiði sinnar yfir filisteana. Þótt langt sé
nú síðan þeir Jón og Sigurður hættu
knattspyrnukeppni, hafa þeir marga hildi
háð um dagana, og, eitt er víst: Ung-
mennafélagshreyfingin og Ungmenna-
samband Skagafjarðar skuldar þeim
stórar þakkir, því þeir eiga mikinn þátt
í því að ungmennamélögin standa nú
traustum fótum í byggðum Skagafjarð-
ar.
12
SKINFAXI