Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1970, Side 18

Skinfaxi - 01.06.1970, Side 18
Guðmundur Þórarinsson: Við þurfum fjárveitingakerfi til iþróttastarfsemi i landinu Það getur ekki hafa farið fram hjá þeim, sem blöð lesa eða á útvarp hlusta, að glæsileg íþróttahátíð var haldin nú í sumar í höfuðborginni og mátti telja þátttakendur í henni í þúsundum. Sýndi hún glöggt live öflug íþróttahreyfingin er hér á landi. Það kom greinilega fram, að íþróttahreyfingin telur það eitt af að- alverkefnum sínum að stuðla að því eft- ir mætti, að allir geti stundað íþróttir sér til heilsubótar. „íþróttir fyrir alla“ er að verða að kjörorði ÍSÍ, og er það vel. En jafnframt kom það oftar en einu sinni fram, hve íþróttahreyfingin á í miklum fjárhagsörðugleikum og komu fram mjög ákveðnar óskir um verulega aukinn styrk ríkisvaldsins til starfsem- innar. Er það einlæg ósk mín að ríkis- stjóm vor og bæjar- og sveitastjórnir landsins megi bera gæfu til að skilja nauðsyn þess og bæta þar um öllum landsmönnum til góðs. Ég hef heyrt einstaka menn fullyrða, að fjárhagsvandamálin séu mjög orðum aukin og benda þeir jafnframt á ýmis atriði, máli sínu til stuðnings, og sem þeir vilja telja fjársóun eða algera óþarfa eyðslu. Því skal ekki á móti mælt, að finna megi slík dæmi í jafn fjölmennum og fjölbreytilegum félagsskap og íþrótta- hreyfingin er, en henni er að mestu stjórnað af áhugamönnum í sjálfboða- vinnu og oft af meiri bjartsýni en hag- sýni. En þau munu ekki vera mörg á meðan það telst alger undantekning ef félag eða deild félags standi þannig fjár- hagslega, að ekki liggi við vandræðum eða neyðarástandi oft á ári í þeim efnum. Vil ég til frekari skýringa á þessu

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.