Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1970, Page 21

Skinfaxi - 01.06.1970, Page 21
Þetta vandamál íþróttahreyfingarinn- ar, skortur á starfsfólki, sem er afleiðing af f járhagsafkomu félaganna, er víðar að finna en hér á landi. Yfirvöld ýmissa ann- arra landa og héraða hafa gert sér grein fyrir því hvert stefnir og að hætta geti verið á stórfelldum samdrætti í starf- semi íþróttafélaganna, íbúunum til mik- ils baga. Hafa þau því gripið til ýmissa ráðstafana og skal hér getið nokkurra. Danska ríkisstjórnin hefur t.d. fengið samþykkt lög, sem veita íþróttafélög- unum, sem og mörgum öðrum félögum, rétt til ókeypis aðstöðu fyrir starfsemi sína, auk þess sem lögin gera ríkinu skylt að sjá félögunum fyrir aðstöðu, sé hún ekki fyrir hendi. Öllum, sem vilja æfa íþróttir í einhverri mynd, skal opnuð leið til þess að geta orðið sér úti um þessa heilsubót. Önnur ríki hafa tekið upp þá aðferð að veita félögunum kennslu og húsnæð- isstyrki, sem miðast við ákveðna upphæð fyrir hvern einstakling, sem æfir, og fyr- ir hverja æfingu. Og enn eru önnur yfirvöld, sem veita félögunum styrk, þegar þau hafa náð ákveðnum fjölda virkra meðlima til æf- inga. Styrkur þessi er oftast að upphæð samsvarandi einum árslaunum kennara og er ætlast til þess að félagið, sem styrk fær, geti þannig fastráðið til sín góðan kennara, þjálfara eða annan starfsmann. Þó mega félögin skipta styrknum milli tveggja eða fleiri starfskrafta, ef svo ber undir og félagið telur heppilegra. Væri ekki hægt að taka einhver þess- ara atriða til athugunar hér á landi, um leið og aukin er fjárveiting til frekari uppbyggingar íþróttamannvirkja, og kyggja upp fjárveitingarkerfi til starf- seminnar innan íþrótta- og ungmennafé- laganna, sem er undirstaða íþróttamennt- ar landsmanna. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi orð mín hafi mikil áhrif, en skrifa þau í þeirri von, að þau geti orðið einhverjum, sem ekki hefur kynnt sér ástandið að tjalda- baki í íþróttahreyfingunni, umhugsunar- efni, og ef til vill opnað augu hans fyrir því, að hér er um geysimikið vandamál að ræða, sem bíður úrlausnar — og krefst revndar skjótrar úrlausnar. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja framgang kjörorðsins „íþróttir fyrir alla“. FORKEPPNIN Úrslit í þeim leikjum, sem háðir bafa verið í forkeppni 14. landsmóts UMFÍ, hafa orðið sem hér segir: Knattspyrna 1. riðill: UÍA — HSÞ 6:0 UÍA — UMSE 2:6 3. riðill: UMSK — UMFN 7:1 UMSK — USVH 5:0 UMSK — HSS 7:2 Engir lei'kir höfðu farir fram í 2. riðli, þegar blaðið fór í prentun. Handknattleikur kvenna 1. riðill: HSÞ - - UÍA 9:4 UMSE — UÍA 3:7 3. riðill: HSK - - UMSK 3:16 UMFN — UMSK 5:7 UMFN — HSK 15:3 í 2. riðli var enigum leik lokið, þegar blaðið fór í prenfcun. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.