Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1970, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.06.1970, Qupperneq 24
um fagran verðlaungrip sem þjálfari USVS, Gylíi Þ. Gíslason, gaf til að keppa um. Ung- mennafélagið Ármann vann gripinn í þetta sinn, hlaut 1471/2 stig alls. Umf. Drangur hlaut 144V2 stig. í knattleikjunum var keppt um bikar sem Gylfi hafði einnig gefið og þann bikar hlaut hið nýstofnaða ungmennafélag Drangur í Vík. Drangur sigraði í handbolta og knatt- spyrnu fullorðinna, en Ármann í knatt- spyrnu drengja. Um laugardagskvöldið var efnt til sýning- ar á sjóskíðaíþróttum á Hæðargarðsvatni og að lokum dansað í Kirkjuhvoli. SUMARHÁTÍÐ í SVARTSENGI Ungmennafélag Grindavíkur hélt sumar- hátíð sína á hinum gamla samkomustað Grindvíkinga, Svartsengi, helgina 18. og 19. júlí. Umf. Grindavíkur hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á þessum sérstæða útisamkomustað og endurvakið hinar gamal- kunnu Svartsengisskemmtanir í nýju formi. Dagskrá mótsins var fjölbreytt: íþróttir, tónlist, gamanþættir og fallhlífastökk, og tókst hún í alla staði mjög vel. Formaður UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson, flutti ávarp á mótinu. Dansað var á palli bæði laugar- dags- og sunnudagskvöld. Sólskin var báða dagana og veður hið ákjósanlegasta, enda komu margir með alla fjölskylduna og bjuggu í tjöldum á mótssvæðinu. Var það mál mótsgesta, að sumarhátíð Umf. Grindavíkur hef,i farið hið bezta fram, og skemmtu allir sér prýðilega. Svartsengis- hátíðin er einn liður í víðtækri starfsemi ungmennafélaganna í þá átt, að koma á i hverju héraði glæsilegri sumarhátíð fyrir fólk á öllum aldri, þar sem það getur komið saman og skemmt sér á heilbrigðan hátt úti í náttúrunni. Myndir frá Svartsengishátíðinni í sumar. Sú til vinstri er tekin við innganginn, en á hinni myndinni sést yfir mótssvæðið. (Ljósm.: S. Geirdal) 24 SKI N.FAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.