Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1971, Page 5

Skinfaxi - 01.02.1971, Page 5
HVAÐ KOSTAR ÍÞRÓTTASTARFIÐ? Lögð hefur verið fram ítarleg greinar- gerð um fjárþörf íþróttahreyfingarinnar. Greinargerð jaessi er fram komin vegna tilmæla fjárveitinganefndar Alþingis og samin af jn'iggja manna nefnd, en i henni áttu sæti: Þorsteinn Einarsson íjn'ótta- fulltrúi ríkisins, Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ og Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ. Nefndin hafði hið ágætasta samstarf um lausn jiessa verkefnis, en ástæða er til að geta sérstaklega um vfirgripsmikið og nákvæmt starf Þor- steins Einarssonar, sem vann viðamestu rannsóknarstörf nefndarinnar. íþrótta- hrevfingunni er mikill styrkur að þessari greinargóðu skýrslu, sem hlýtur að greiða mjög götuna fyrir auknurn fjárstvrk til 'þróttaiðkana í landinu. Það eru líka lofsverð vinnubrögð, að æðstu forystu- menn ÍSÍ og UMFÍ skuli vinna sameigin- lega ásamt íþróttafulltrúa ríkisins að verkefni sem þessu, og sýnir það glöggt aukið samstarf og einingu allra þeirra, sem að íjrróttamálum vinna. Nefndin var skipuð í maímánuði s.l. og vann því otrúlega mikið starf á skömmum síma. Fæstir gera sér ljóst hversu geysi viða- mikið íþróttastarfið í landinu er orðið. Kostnaðurinn við íþróttaleg samskipti er orðinn mjög hár og hefur stóraukizt síð- ustu ár. Var því orðin brýn þörf á að gera úttekt á þessum málum, — sýna kostnaðinn skýrum stöfum og gera grein fyrir fjárþörfinni. Upphaf málsins má rekja til jiings- ályktunartillögu ju'iggja alþingismanna s.l. vor, Halldórs E. Sigurðssonar, Einars Ágústssonar og Bjarna Guðbjörnssonar. Tillögunni var vísað til fjárveitinganefnd- ar, sem vísaði tillögunni til ríkisstjómar- innar með tilmælum um að forseta ISI, formanni UMFI og íjrróttafulltrúa ríkis- ins yrði falið að gera áætlun um fjár- jrörf íþróttahreyfingarinnar til eins árs. Þetta var gert og áætlunin lögð fvrir fjárveitinganefnd við afgreiðslu fjárlaga- frumvarps fvrir árið 1971. í greinargerð Jrremenninganna em margar skrár og yfirlit um kostnað við íþróttastarf og íjnóttamannvirki undan- farin ár, og á Jreim könnunum er byggð áætlunin um fjárþörfina fyrir næsta ár. Eftir að hafa sýnt rækilega fram á fjárþörfina vegna íþróttaiðkana og íjn'óttasamskipta, eru tillögur nefndarinn- ar um fjárhagsáætlun sem hér segir: skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.