Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 18

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 18
Héraðsmótin Héraðsmót Skarphéðins hafa verið haldin í um 60 ára bil, og oftast að Þjórs- ártúni. Þessi mót hafa jafnan verið einna merkustu héraðshátíðir á Suðurlandi og oftast geysivel sóttar. Iþróttakeppnin, frjálsar íþróttir og glíma, hafa alltaf sett svip sinn á hátíðina, en áður fyrr skipuðu ræðuhöld og umræður talsvert rúm á mótunum. Fyrsta Þjórsártúnsmótið var í rauninni undanfari stofnunar Skarphéðins, því það var haldið áður en sambandið var stofn- að. Mótið var háð 9. júlí 1910, og dag- skrá mótsins var eftirfarandi: 1. Samkoman sett: Guðlaugur Þórðar- son, form. mótsnefndar. 2. Ræða: Helgi Valtýsson. 3. Sungið: Vormenn íslands. 4. Kappglíma. 5. Sungið: Táp og fjör og frískir menn. 6. Reiptog og klifur. 7. Snætt. 8. Ræða: Einar Hjörleifsson. 9. Sungið: Sjá, hin ungborna tíð. 10. Hástökk, langstökk, kapphlaup, grísk-rómversk glíma. 11. Sungið: Drottinn, sem veittir. 12. Sjálfráðar, almennar skemmtanir. í bréfi til Skinfaxa, hefur einn af for- ystumönnum Skarphéðins frá fyrri tíð, Brynjólfur Melsteð, sagt frá þessu fvrsta móti þannig: „Samkoman hófst með ræðu Helga Valtýssonar: „Vorhugur og vormenn". ís- lenzka glíman skipaði öndvegissæti, og keppendur í glímu voru 20. Sigurvegar- inn var Iiaraldur Einarsson frá Vík í Mýrdal. Hann var 21 árs að aldri og sagð- ur 21 fjórðungur að þyngd. Vel var hann vaxinn og glímdi liðlega. Ymsar fleiri íþróttir voru á dagskránni svo sem róm- versk glíma, stökk og hlaup og reip- dráttur. Einn drengur fór á handahlaupi, en það er íþrótt, sem vel er þess verð að vera vakin á ný. Hún er forn og þjóðleg og hefur um langan aldur verið talin íþrótt afburðamanna." Frá héraðsmóti HSK að Þjórsártúni 1913. Helgi Ágústsson, form. HSK, stendur til vinstri á glímupallinum. Mað- urinn með hattinn, sem snýr baki að mynda- vélinni er Kári Arn- grímsson frá Ljósa- vatni. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.