Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1971, Page 23

Skinfaxi - 01.02.1971, Page 23
íþróttakennari í Reykholti. Stjórn UMSB var öll endurkjörin. Hana skipa nú: Formaður: Vilhjálmur Einarsson, Reyk- holti; gjaldkeri: Óttar Geirsson, Hvann- eyri; ritari: Sig. B. Guðbrandsson, Borg- arnesi; meðstj.: Sig. Guðmundsson, Leir_ á; Sveinn Guðmundsson, Plóðatanga. Héraðsþing Úlfljóts var haldið að Hótel Höfn — Hornafirði 7. janúar sl. Gestir þingsins voru þeir Halsteinn Þorvaldsson, Valdimar Óskarsson, stjórnarmenn UMFÍ og Sig. Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ. Formaður Úlfljóts setti þingið og flutti skýrslu stjórnar. Hefuru starfsemi Úlf- ljóts verið með sóma á árinu, m. a. hefur sambandið staðið fyrir spurningakeppni, haldið uppi íþróttakennslu og staðið fyrir íþróttamótum enda á Úlfljótur á að skipa afbragðs frjálsíþróttafólki. Þá lagði for- maður fram áætlun um starfsemi Úlfljóts á næsta ári og er þar m. a. gert ráð fyrir áframhaldandi spurningakeppnum, inn- anhússmótum i frjálsum íþróttum í vet- ur, eflingu sundíþróttarinnar á svæðinu, rekstri sumarbúða fyrir unglinga o. fl. o. fl. Umræður á þinginu snérust að verulegu leyti um 14. landsmót MFÍ og þátttöku Ulfljóts i því, en fullur áhugi var fyrir Nokkrir fulltrúanna á héraðsþingi Ungmenna- sambandsins Úlfljóts í A-Skaftafeilssýslu. því að mæta á landsmóti með fjölmenna og vaska sveit íþróttafólks. Þá urðu nokkrar umræður um lög og skipulags- mál sambandsins og var i því sambandi tekin ákvörðun um að ráða starfsmann næsta sumar. Fer það mjög í vöxt að hér- aðssamböndin ráði sér framkvæmda- stjóra og er útlit fyrir að næsta sumar verði starfandi framkvæmdastjórar hjá 9 héraðssamböndum að minnsta kosti. Úlfljóti bættist góður liðstyrkur á sl. ári, þegar UMF Öræfa gerðist aðili að sam- bandinu og einnig mun það styrkja Úlf- ljót verulega að nýr starfskraftur og líf er að færast i UMF. Sindra i Höfn. Stjórn Úlfljóts skipa nú: Formaður: Torfi Steinþórsson, Hala, Umf. Vísi; ritari: Ingólfur Björnsson, Grænahrauni, Umf. Mána; gjaldkeri: Jón Gunnar Gunnarsson, Höfn, Umf. Sindra; meðstj.: Ari Magnúson, Hofi, Umf. Öræfa; Kristján Jónsson, Rauðabergi, Umf. Val. Erlend samskipti írsk æskulýðssamtök sem stuðla að auknum kynnum ungs fólks viðsvegar að úr heiminum hafa skrifað UMFÍ og óskað eftir ungum mönnum frá íslandi til dval- ar og vinnu á irskurn búgörðum næsta sumar, eða í „Sveitavinnu — Sumarfrí“ eins og þeir kalla það. Framkvæmdastjóri UMFÍ skrifaði þeirn aftur og óskaði eftir nánari upplýsingum um málið og fer svarbréf írans hér á eftir í lauslegri þýðingu, til upplýsingar þeim, sem áhuga kynnu að hafa á mál- inu. Kæri herra. Þökkum bréf þitt varðandi „Farm- working holiday in Ireland“. Síðasta ár dvöldu hjá okkur ungir menn frá Noregi og Danmörku, árin þar á undan voru hér Finnar, Frakkar, Belgar og Tékkoslóvak- skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.