Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 24

Skinfaxi - 01.02.1971, Side 24
ar, og varð dvöl þeirra hér þeim öllum afar ánægjuleg. Þú spyrð margra spurninga i siðasta bréfi sem ég mun nú svara. Á hvaða tíma árs? Svarið e:% hvenær sem er á timabil- inu maí—sept., lengd tímans ákveður við- komandi sjálfur. Kostnaður? Viðkomandi greiðir fargjöld sín, en kostnaður við dvölina er enginn og vinnan vel launuð. Tegund vinnu? Vinnan er tengd hestum og kúm og er ekki erfið, nokkur reynsla í slíkum störfum væri æskileg en er ekki skilyrði. Aldur: 18 til 30. Vinsamlegast komið okkur í samband við einhverja félaga í UMFÍ sem áhuga hafa á þessu, þvi við höfum mikinn áhuga á íslandi, og hver gestur verður í sam- bandi við félag okkar, sem mun gera allt til þess að gera dvöl hans á írlandi sem ánægjulegasta. Allar frekari upplýsingar til reiðu. Kær kveðja og þakkir, Michael O’ Sullivan, Milltown UN Group, Knockavota, Milltown, c/o Kerry, Ireland. Skinfaxi hvetur alla sem áhuga hafa á málinu, að hafa samband við Sigurð Geirdal á skrifstofu UMFÍ. Unglingarnir heilsa sumri Nokkur undanfarin ár hefur Umf. Hve'-agerðis og Ölfuss heilsað sumri í Hve agerði með fjölbreyttri dagskrá. Kl. 10 að morgni sumavdagsins fyrsta safnast hópur unglinga saman til keppni í víða- vangshlaupi. Keppt er i þremur flokkum, einum stúlknaflokki og tveimur pilta- flokkum, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Mikil þátttaka hefur verið i keppn- inni, oftast rúmlega 30 keppendur. Að hlaupinu loknu er hlé á dagskránni Unglingarnir leggja af stað í víðavangshlaupið að morgni fyrsta sumardags. fram yfir hádegi, en kl. 13.30 hefst sund- keppni i sundlauginni í Laugaskarði. Keppt er i nokkrum sundgreinum fyrir pilta og stúlkur. Mikill áhugi er nú fyrir sundi hjá æskufólki á staðnum, og eru nú fjórar æfingar á viku allt árið og stund- um meira. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Að sundkeppninni lok- inni er haldin sumargleði fyrir ungling- ana í Hótel Hveragerði með skemmtidag- skrá og dansi til kl. 19. Það er mikill sumarhugur í hópnum, enda jafnan margir, sem hafa í fyrsta sinn tekið þátt i keppni og leik. Eftir hádegi hefst sundkeppnin í sundlaug- inni í Laugaskarði (Ljósm. Ragna Hermanns- dóttir). 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.