Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1971, Page 7

Skinfaxi - 01.10.1971, Page 7
Mikil þátttaka og góð- ur keppnisandi hefur jafnan einkennt iþróttakeppnina á landsmótum UMFÍ. Hér eru keppendur að leggja af stað i 5000 m. hlaupið, en það er sjaldgæft að sjá svo marga þátttakendur i keppni i langhlaupum hér á landi. (Ljósm. Gunnar) flestir í tjaldbúðum uppi á Nöfum. Hin nýju íþróttamannvirki á Sauðárkróki eru hin glæsilegustu og aðstaða fyrir áhorf- endur ágæt. Rómuðu gestir mjög þessa aðstöðu, sem heimamenn höfðu lagt mikla vinnu og metnað í til þess að gera hana sem allra bezta. Lokaatriði setningarathafnarinnar var það, að Björn Magnússon formaður móts- nefndar 13. landsmótsins, afhenti Guðjóni Ingimundarsyni, form. UMSS, Lands- mótsfánann, en það er Hvítbláinn af stórri gerð, sem aðeins er notaður á landsmótunum og dreginn að húni í upp- hafi móts. Iþróttakeppnin. Keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum hófst strax að loknu setningarávarpi for- manns. íþróttakeppnin gekk í flesta staði mjög vel, en mikill vandi hvílir á stjórn- endum að koma keppninni af á þeim þrönga tíma, sem henni er skammtaður. Kejrpt var samtals í 47 íþróttagreinum, og þegar haft er í huga, hversu geysilega mikil jrátttaka er í hverri grein, þá er það hka afrek hversu greiðlega keppnin gekk. Starfsmönnum við íþróttakeppnina ber mikið lof fyrir ötult starf. Keppni hófst að nýju á sunnudagsmorguninn kl. 10. Var þá kalsaveður, en það lagaðist fljótt og varð gott, er á daginn leið. Það, sem setti svip á keppnina í heild, var hin mikla og góða þátttaka, sem jafnan gefur landsmótunum sérstakt gildi fram yfir önnur íþróttamót. Árangur var líka góður og í flestum greinum jafnbetri en á fyrri landsmótum. Frjálsíþróttakeppnin. Keppnin í frjálsum íþróttum var í flest- um greinum jöfn og spennandi og dró að sér mikla athygli. UMSK sigraði með yfir- burðum í frjálsíþróttunum og munaði þar mest um stúlkurnar, eins og oft áður. í 100 m. hlaupinu varð þó brátt ljóst, að veldi UMSK-stúlknanna yrði hnekkt, enda fór það svo að þær komust ekki í þrjú fyrstu sætin. Björk Ingimundardóttir (UMSB), sigurvegarinn frá Laugarvatns- mótinu 1965, hljóp af miklu öryggi og sigraði. I öðru og þriðja sæti urðu korn- ungar og efnilegar íþróttastúlkur, Edda Lúðvíksdóttir (UMSS) og Ingibjörg Ósk- arsdóttir (UMf. Skipaskaga). Mótvindur var í úrslitahlaupinu, en í undanrás setti SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.