Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1971, Page 35

Skinfaxi - 01.10.1971, Page 35
Hluti islenzka iþrótta- fólksins i heimsókn 1 listaverkasal ráðhúss- ins í Óðinsvéum. (Ljósm. Stefán Peder- sen) meiri vinnu og skapa nokkra áhættu, ef ekki tækist að fylla þotuna. í þetta var þó ráðist. Stofnað var til skyndihapp- drættis til að greiða hluta af kostnaðinum og stjórn UMFÍ gerði það að tillögu sinni að ferðakostnaður keppenda yrði greidd- ur að jöfnu af fjórum aðilum, UMFI greiddi 14, viðkomandi héraðssamband XA, félag keppenda lA og loks íþrótta- fólkið sjálft lA- Þessu var vel tekið og heppnaðist vel í framkvæmd, en alls kostaði ferðin tæplega 1 milljón króna. Keppendur voru tveir fyrstu í hverri grein frjálsíþrótta landsmótsins samtals 18 piltar og 12 stúlkur frá 14 héraðssam- böndum en auk þeirra tóku þátt í ferð- inni 10 unglingar, allt ungt íþróttafólk sem dvaldi í unglingabúðum á meðan á mótinu stóð. Þá voru ungmennafélagar, sem slógust í förina á mótið, og farar- stjórn samtals 33 og 24 til viðbótar, not- uðu sér ferðina og flugu beint til Kaup- mannahafnar og dvöldu þar en slógust aftur í hópinn, þegar heim var haldið. Samtals voru þetta 97 manns. Lagt var af stað í hina langþráðu ferð miðvikudaginn 21. júlí og var mikil eftir- vænting í hópnum. Við höfðum lesið í blöðum dönsku félaganna að áætlaður þátttakendafjöldi i landsmótinu í Holste- bro var rúml. 15000 manns, og þannig íju'óttamól höfðum við aldrei séð í fram- kvæmd áður, og hvemig mundi íslenzku imgmennafélögunum vegna í keppninni við danska íþróttafólkið? Árangurinn á Sauðárkróki lofaði góðu, en um styrkleika keppinauta okkar vissum við lítið, Farkosturinn var frönsk þota af Cara- vella-gerð og varð ekki á betra kosið, enda var fólkið tæplega búið að koma sér fyrir í sætunum þegar lent var í Ála- borg, en þar biðu okkar bílar sem óku rakleitt til Holstebro þar sem hópnum var komið fyrir í tveim skólum. SKINFAXI 35

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.