Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1973, Side 5

Skinfaxi - 01.06.1973, Side 5
28. sambandsþing UMFÍ 28. sambandsþing Ungmennafélags ís- lands var haldið í Haukadal í Biskups- tungum dagana 23. og 24. júní 1973. í upphafi minntist formaður tveggja for- ystumanna úr ungmennafélagshreyfing- lumi sem látist hafa á liðnu ári, þeirra Skúla Þorsteinssonar fyrrum námsstjóra °g Þórarins Sveinssonar kennara á Eið- una. Að lokinni sehiingarræðu formanns, Hafsteins Þorvaldssonar, voru kosnir starfsmenn þingsins. 1. forseti var Jó- hannes Sigmundsson og 1. þingritari Arnór Karlsson. Formaður reifaði skýrslu stjornarinnar sem fyrir þinginu lá. Gjald- keri UMFÍ, Gunnar Sveinsson, gerði grein fyrir reikningum. Þingið sátu 75 fulltrúar frá 24 sambandsaðilum auk stjórnar og gesta. Eftirtaldir gestir voru viðstaddir þing- setninguna: Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi ríkisins, Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Reynir Karlsson, asskulýðsfulltrúi ríkisins, Hannes Þ. Sig- urðsson, stjórnarmaður ÍSÍ, Daníel Ágúst- Uiusson, fulltrúi í íþróttanefnd ríkisins, sr- Eiríkur J. Eiríksson, fyrrverandi for- 'Uaður UMFÍ, Gísli Andrésson bóndi á Heðra-Hálsi í Kjós og Sigurður Greipsson 1 Haukadal. Þrír fyrrverandi stjórnarmenn UMFI v°ru sæmdir gulhnerki samtakanna, Gísli Andrésson bóndi á Neðra-Hálsi, Stefán Ölafur Jónsson og Ármann Pétursson. Sú breyting var nú gerð á lögum UMFÍ að fjölgað var í sambandsstjórn úr 5 mönnum í 7. Sambandsstjórnin kýs svo úr sínum hópi til eins árs í senn tvo menn er skipi framkvæmdastjórn ásamt framkvæmdastjóra. Kjömefnd lagði til að sambandsstjóri, Hafsteinn Þorvaldsson yrði endurkjörinn. Ekki komu fram aðrar tillögur og var kjöri Hafsteins fagnað með löngu lófa- taki. Þá lagði kjörnefnd fram tillögu um 13 menn og skvldi úr hópi þeirra kjörnir 6 meðstjórnendur. Valdimar Óskarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ekki komu fram fleiri tillögur. Kosnir voru: Sig. R. Guðmundsson (UMSB), Guðjón Ingimundarson (UMSS), Þóroddur Jó- hannsson (UMSE), Björn Ágústsson (UÍA), Guðmundur Gíslason (UMSK) og Gunnar Sveinsson (UMFK). Varamenn: Bergur Torfason (HVÍ), Guðm. Guð- mundsson (HSK), Magnús Ólafsson (USAH) og Elma Guðmundsdóttir (UÍA). UMFÍ um landhelgismálið 28. sambandsþing UMFÍ, haldið í Hauka- dal 23. og 24. júní 1973, leggur áherzlu á mikilvægi órofa samstöðu íslenzku þjóð- arinnar í landhelgismálinu og telur frá- leitt það hernaðarlega ofbeldi, er Bretar sýna i íslenzkri landhelgi. Þingið felur stjórn og framkvæmdastjóra að kynna landhelgismálið hliðstæðum æskulýðs- samtökum erlendis. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.