Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1974, Page 10
SKIÐAFLUG Glæfraleg íþrótt Heimsmeistarakeppni í skíðastökki e: ein- hver hættumesta og glæfralegasta íþrótta- keppni sem sögur fara af. Þessi keppni er reyndar kölluð skíðaflug, og er það rétt- nefni. Síðasta mót af þessu tagi var sl. vor í Obertsdorf í Vestur-Þýzkalandi. Því lauk með þeim ósköpum að hinn frægi sviss- neski skíðastökkvari Walter Steiner féll er hann kom niður úr stökki sem var hvorki meira né minna en 179 metra langt. Stökkið sjálft heppnaðist vel. En þrýstingurinn á bein og liðamót likamans þegar hann kem- ur niður á jörðina eftir slíkt stökk, er meiri en mannlegur líkami getur þolað. Samt fór Steiner rétt að: hann teygði líkamann og handleggina upp á við um leið og hann lenti, — en hann lá stórslasaður eftir. Sig- urvegari varð annar Svisslendingur, Hans Schmid, sem stökk 166 m. Mikil slysahætta og tíð slys í slíkri keppni hafa valdið þvi að ákveðnar skoðanir hafa komið fram um að banna slíka keppni. Formaður Alþjóðaskíðasambandsins, Sviss- lendingurinn Marc Hodler, segir að skíða- flugið sé stórkostlegt, og að hann hafi horft á keppnina bæði með ánægju og áhyggjur í huga. „Þetta er á mörkum þess að vera forsvaranlegt,“ sagði hann. En kannski er það einmitt þessi hætta sem gerir þessa íþrótt eftirsótta. Nú hefur verið ákveðið að heimsmeistarakeppni i skíðaflugi verði framvegis annað hvert ár. Aðeins þrjár skíðastökkbrautir eru fullbúnar í heiminum fyrir skiðaflug: í Obertsdorf, Planica í Júgó- slavíu og Vikersund í Noregi, en verið er að fullgera slíka stökkpalla í Ironwood í USA og í Spindelmuhl í Tékkóslóvakíu. ) J 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.