Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1974, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.04.1974, Qupperneq 18
SUND Breski „skólinn” endurnýjaður í Norðurálfu eru flest stórmót í sundi háð á sumrin og haustin nú orðið. „Sig- urvegarar sumarsins verða til að vetr- inum“, sagði hinn frægi sænski sundkappi Gunnar Larsson sem vann tvenn gull- verðlaun á síðustu Olympíuleikum. Þetta eru víst orð að sönnu, því að ekki er við því búist að neinn nái verulegum árangri á mótum sumarsins nema hann hafi æft kappsamlega allan veturinn. íslenskt sundfólk er fyrir löngu farið að haga æf- ingum sínum í samræmi við þessar að- stæður. I sumar bíða þess mörg og stór verkefni, svo sem íslandsmót, Norður- landsmót unglinga, Evrópumeistaramót o. fl. A þessum vetri sem nú er að líða hafa augu sundáhugamanna mjög beinst að sundfólki í Bretlandi og Ástralíu og er búist við að það láti mjög að sér kveða á stórmótum sumarsins. Bretland Einu sinni var talað um að breskt bringusundsfólk myndaði sérstaka stefnu eða „skóla“ í sinni grein. Þá bar nafn Anitu Longborough hæst. Þessi skóli lifir nú mikla endurnýjunartíma. Frægasti fulltrúi hans nú er David Wilkie, heims- meistari í 200 m. 1973 á 2.19,28 mín. Hann á nú heimsmetið í þessari grein. En nú er hann ekki lengur einn á báti. Á bresku samveldisleikunum í Christ- church á Nýja-Englandi í vetur sigraði breskt sundfólk í öllum bringusunds- greinunum. Mesta athygli vakti David Leigh frá Liverpool. Hann sigraði Wilkie í 100 m. á 1.06,52 mín., og var aðeins 3/10 sek á eftir Wilkie í 200 m. (2.24,42). Þriðji maður var einnig Breti, Paul Nais- by' Bresku stúlkurnar komu þó meira á óvart. Christine Gaskell vann 100 m. á 1.16,42, en Patricia Beaven frá Wails sigraði í 200 m. á 2.43,11 mín., og meðal þeirra sem urðu að láta í minni pokann var Olympíusigurvegarinn Beverly Whit- field frá Ástralíu. Ástralía í Ástralíu eru auðvitað hausavíxl á árs- tíðunum miðað við Norður-Evrópu. Þeir verða að æfa af kappi á sínum sumar- tíma. í byrjun ársins þegar fór að sumra hjá þeim, settu þær Jennifer Turall og Susan Lockyer heimsmet í 800 m. og 1500 m. skriðsundi og vöktu heimsat- hygli. Á samveldisleikjunum tókst þeim hins vegar ekki sérlega vel upp, þó að Ástralíubúar krefðust þess að þær tækju við hlutverki Shane Gould. Athyglin beinist nú í auknum mæli að Sonju Gray, sem er hækkandi stjarna í styttri sund- greinunum. Á samveldisleikjunum synti hún 100 m. skriðsund á 59,07 sek. í boð- 18 SKINFAX!

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.