Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 3

Skinfaxi - 01.12.1976, Side 3
Tímarit Ungmennafélags Islands — LXVII. á.-gangur — 5.—6. hefti 1976 Ritstjóri og ábyrgðarm.: Eysteinn Þorvaldsson. — Út koma 6 hefti á ári. MÁLGAGN UMFÍ Á 20. sambandsráðsfundi UMFl, sem nýlega var haldinn á Dalvík, urðu miklar umræður um málgagn samtakanna, Skinfaxa. Voru menn á einu máli um það að efla útgáfuna í framtíð- inni með ýmsum hætti um leið og þeir létu í Ijósi ánægju sína og þakklæti til núverandi ritstjóra fyrir óeigingjarnt starf við blaðið um árabil. Málefni Skinfaxa voru rædd mjög ýtarlega í umræðuhóþum, og virtust allir umræðuhóþ- arnir komast að kjarna málsins, að lengur gæti það ekki gengið að hafa útgáfu mál- gagnsins sem aukastarf. Ráða yrði fastan starfsmann við blaðið, sem annast gæti alla efnisöflun í það, séð um innheimtu og út- breiðslu og jafnvel auglýsingasöfnun. Fram kom að efla bæri almenna umræðu um þjóð- félagsmál I blaðinu, og stuðla að líflegra útliti, t. d. með því að stórauka myndaefni í því. Góðir ungmennafélagar, málgagn samtak- anna rís aldrei undir merki sem slíkt, ef því berst ekki f framtíðinni meira efni frá hinum almenna fólaga en verið hefur undanfarin ár. í Skinfaxa, málgagni íslenskra ungmennafé- laga, eiga raddir allra byggðarlaga að koma fram, ásamt fréttum af félagsstarfinu. Einn megin þáttur í útbreiðsluherferð stjórnar UMFÍ síðustu árin hefur beinst að því að hvetja félögin og héraðssamböndin til þess að efla alla kynningarstarfsemi á sínum veg- um, t. d. með útgáfu fréttablaða. Þessu hafa margir sinnt mjög myndarlega og innan félag- anna hafa komið upp áhugasamir einstakling- ar sem hæfileika hafa til ritstarfa og auga fyrir öflun fréttaefnis og framsetningu þess. Stjórn UMFÍ væntir þess að fyrr en seinna taki þessir áhugasömu einstaklingar eða aðrir að sér einskonar fréttafulltrúastörf fyrir sín fé- lög eða sambönd gagnvart Skinfaxa, og geti blaðið þá orðið lifandi málgagn tengiliður og vettvangur skoðanaskipta ásamt því að flytja félögunum og öðrum kaupendum blaðsins fréttir af hinu fjölþætta starfi ungmennafélag- anna í landinu. Með tilkomu fastráðins starfsmanns við Skinfaxa ætti að verða hægt að koma reglu á útgáfutíma hans og tryggja fjárhagslega af- komu blaðsins með stóraukinni sölu og söfnun nýrra áskrifenda. H.Þ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.