Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.1976, Blaðsíða 27
En ekki leið á löngu unz Salila neitaði að glíma við S. og bar því við að hann hefði smurt sig á hálsinum, en Sigur- jón kom beint frá nuddlækni og gat því verið eitthvað þvalur, dómarinn sagði honum að þurka sig, en S. sagði sem var hvernig á þessu stæði, en ekki tjáði að deila við dómarann. Ekki er óliklegt að S. hafi runnið í skap við áburð þennan og gekk hann allhvatlega á móti keppinaut sínum, er þessu var fullnægt. En varla höfðu þeir tekið tökum fyr en Sigurjón náði á honum hálstakinu góða, og valt hann til jarðar. Við báðum til for- sjónarinnar að þetta mætti hrífa, enda urðu úrslitin þau, að íslendingurinn var orðinn sigurvegari eftir 1 mín. Við vorum allir í sjöunda himni það sem eftir var dagsins, en daginn eftir var hlé á hjá Sigurjóni, en okkur var boðið í fjölmenna veizlu á „Skansen“. Þótti okkur nú byrjun S. glæsileg og sænsku blöðin töldu hann mundi verða skeinuhættan Anders O. Ahl- gren, landa þeirra, er talin voru vís 1. verðlaun, en þó heyrðum við að Salila mundi ekki vera skæðastur Finnanna, að enn væru þeir Oscar Wiklund og Ivar Teodor Böling verri viðureignar. En okkur þótti nú ólík- legt, að Sigurjón þreyti við fleiri Finna fyrst um sinn. Klukkan 11 (10 júli) kom enn ,,D. l.“ á stöng. Sigurjón var held- ur illa fyrirkallaöur, svo snemma dags, því vonuðum við að hann fengi nú einhvern þjálan við að fást. En hvað varð? Mundi ekki skálma fram á móti honum Finninn O. Wiklund, er talinn var þá beztur Finnanna og talinn vís verðlaun, enda var hann mikill maður vexti, á hæð við S., en öllu vöðvameiri á handleggi, en rýrari á fætur. Við vorum sem steini lostnir og vorum viðbúnir að taka forlögunum, hver sem þau kynnu að verða. Auðséð var þegar, að Wik- lund ætlaði sér eigi að mæta sömu forlögum sem hinir landar hans tveir, og lá því á því lúalagi, að grípa hægri handlegg Sigurjóns hvað eftir annað og liggja á honum af öllum kröftum, til þess að S. gæti eigi náð höfuðtak- inu góða, — sem skaut öllum glímu- mönnum skelk í bringu — en beitti jafnframt svo óleyfilegum fantatök- um, að við sjálft lá, að hann bein- bryti S. eða setti hann úr liði, svo dómarinn varð tvisvar að skerast í leikinn. Gengust þeir síðan að allkná- lega, en auðséð var þegar, að hér mættust tveir seigir. Þó virtist S. mega sín betur standandi, en vantaði kunn- áttu og lag á við hinn, er niður á dýn- una var komið. W. reyndi því jafnan að halda þeim við jörðina, en S. stóð upp með hann hvað eftir annað og vakti það mikla eftirtekt og aðdáun meðal áhorfendanna, en það hefir óefað mætt S. um of. Þannig leið 1. glímutímabilið (hálf klukkustund), að ekki mátti á milli sj á, en báðum hafði auðsjáanlega runnið í skap. Eftir 1 mínútu runnu þeir saman aftur og átti nú að dæma þeim sigurinn eftir stigafjölda (points), sem svo er kallað, það er: eftir því hvor oftar sveigði hinn í brögðum eða kom honum betur úr skorðum. En ennþá leið svo sú hálfa klukkustundin, að ekki varð á milli dæmt, því hvorugur fékk sveigt SKINFAXI 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.